Skírnir - 01.04.1913, Side 25
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna 4 annað lif.
121
lausa, hálfúldna líkamana. Hættum þeirri fádæma heimsku
að kalla þá m e n n og segja, að þeir s o f i — hálfrotn-
uð líkin. Vitið fyrir víst, að hversu vand-
lega sem þið búið um búkana, þá verða
þeir grotnaðir sundur eftir eitt eilífðar-
innar augnablik, ögn fyrir ögn, og safn-
ast aldrei saman, allar þær sömu agnir,
í sams konar lifandi líkama.
Heiðrið látinn ástvin ykkar, en heiðrið »hann sjálf-
a n «, heiðrið a n d a hans, sem horfinn er, haldið á lofti
fegurstu hugsjónum hans og minningunni um afrek hans
og mannkosti. Gerið erfi eftir hann, ef ykkur sýnist,
það er forn og fagur siður, og látið prestinn ykkar þ a r
hughreysta ykkur, ef vill, og glæða og fegra trú ykkar
á guð og eilíft líf. En hættið í guðs bænum þessu dekri
við sálarlaust líkið, hálfúldnað og rotið; verið ekki
þau börn, að kalla þ a ð ástvin og fara með það eins og
sofandi manneskju.
Gerum okkur ljóst, að útfararsiðir okkar, alt þetta
dekur við 1 í k i n er helber heimska og hégómi.
Gerum okkur ljóst, að það erekki til nema
ein sómasamleg, heiðarleg og vitiborin
meðferð á andvana líkamsleifum látins
ástvinar, og hún er sú að verja þær,
verja líkið viðbjóði ýldu og rotnunar
með því að brenna það sem allra fljótast
eftir andlátið.
Hvað eigum við þá að gera hér í höfuðstaðnum ?
Við eigum að reisa veglegt líkhús, þar sem kumbald-
inn okkar stendur með skítuga kaðaldordingulinn framan
á sér niður úr klukkunni, og þar eigum við að hafa lík-
ofn. Við eigum að hætta því að handfjatla likin, láta
lækni skoða þau og skrifa dánarvottorð, leggja þau síðan
s t r a x í skra utlausa kistu, dekurslaust, flytja þau
óðar í nýja líkhúsið, húskveðjulaust, síðan
b r e n n a þau þar, líkræðulaust, og f ela e i n k i s -
verða öskuna i jörðinni, »hvar hún áður var«, við -