Skírnir - 01.04.1913, Page 27
Ýms atriði úr lífinu i Reykjavík
fyrir 40 árum.
Eftir
Klemens Jónsson.
Eg var nýlega eitt kvöld á gangi i Hafnarstræti og
leit inn um upplýsta búðargluggana. Mér datt þá í hug,
að það væru nú nálega 40 ár síðan að eg hefði orðið
búðardrengur, og eg fór þá að hugsa um, hve stórkostleg
breyting hefði orðið siðan. Eg rifjaði það upp fyrir mér,
hvernig búðarlifið hefði verið þá, og í sambandi við það,
lífið yfir höfuð hér í höfuðstaðnum á æskudögum mínum.
Endurminningarnar urðu svo sterkar, að eg settist niður
og fór að skrifa þær. í fyrstu ætlaði eg að rita um búð-
arlífið eingöngu, en altaf kom nýtt og nýtt fram í huga
mínum, sem mér fanst eg eins vel geta ritað — og svona
er þá þessi ritgjörð til orðin, og væntir höfundurinn þess,
að mörgum gömlum Reykvíkingum þyki, eins og honum,
gaman að líta snöggvast aftur í tímann og rifja upp fyrir
sér nokkur atriði úr æskulífinu. Má og vera, að öðrum
þyki eigi alveg ófróðlegt að heyra og lesa um bæjarlífið
á þessum tíma, litlu eftir 1870.
Búðirnar í Reykjavík voru um 1870 að eins i Hafnar-
stræti; þó var ein í Aðalstræti (eg tel Fischersbúð, nú
Duus-búð, í Hafnarstræti). Hana átti Jóhann Heilmann
(nú nýdáinn), og var hún í litlu, svörtu húsi, þar sem
Cogbill bjó síðar lengi, við hliðina á gestgjafahúsi Jörgen-
sens (nú Hótel ísland). í Glasgow, sem bar ægishjálm