Skírnir - 01.04.1913, Síða 30
126 Ýms atriði úr lífinu í Reykjavík fyrir 40 árum.
það var alþýðustofan. Var þar einatt skarkali og rysk-
ingar á kvöldin, og með því að stutt var út á göt-
una, bárust þær einatt þangað út, og var því oft fjölment
af áhorfendum þar á götunni. Inn af Slyngelstofunni var
billarðsstofa. Þar héldu yngri menn, búðarþjónar og stú-
dentar, til á kvöldin. Nokkru eftir 1870 bygði Jörgensen
skúr, austur af þessari stofu, inn að garðinum, og var
hún ætluð hinum betri mönnum. Einn vordag um þetta
leyti sátu 4 eða 5 Frakkar inni í þessu húsi við drykkju.
Þangað komu líka tveir prestaskólastúdentar, sem voru
annálaðir kraftamenn. Eigi leið á löngu áður en til rysk-
inga kom, og er þar stutt frá að segja: stúdentarnir brutu
gluggana, hentu Frökkum út, og svo var vígahugurinn
mikill, að þeir tóku seinast ofninn, brutu hann, og köst-
uðu honum út á eftir þeim útlendu, og þótti þetta þrek-
virki mikið.
önnur knæpa var þá í litlu húsi, þar sem Eyþórs-
hús er nú í Austurstræti. Þangað sóttu aðallega útlendir
sjómenn, og var það alment talað, að í því húsi ætti sið-
ferði ekki upp á háborðið.
A einum tíma ársins var þó lokunartími búða nokk-
urn veginn viss, og það var frá veturnóttum til nýárs.
Þá var sjaldan lokað síðar en kl. 6, og settust þá allir
búðarþjónarnir inn á skrifstofu til þess að skrifa viðskifta-
reikninga manna út úr höfuðbókunum. Var það afarmik-
ið verk við hinar stærri verzlanir, því allir höfðu reikn-
ing þá, og það þótti nauðsynlegt að hafa reikningana til-
búna strax upp úr nýárinu. öll bókfærsla fór þá fram á
dönsku, og áttu margir því erfitt með að skilja reikning-
ana, sem von var. Man eg eftir því, að einn viðskifta-
maður gerði mikla rekistefnu út úr því, að hann hefði
verið skrifaður fyrir sel, sem hann kannaðist ekki við að
hafa tekið; það voru: et Par Seler (axlabönd). Annar
kannaðist ekki við Hægter (krókapör), sem hann átti að
hafa tekið. Danskan er ekki enn horfin með öllu úr bók-
unum, og er það ekki vanvirðulaust.
Staupasala var þá í öllum búðum, og tíðkaðist mikið.