Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1913, Síða 34

Skírnir - 01.04.1913, Síða 34
130 Ýms atriði úr lifinu í Reykjavík fyrir 40 árum. húsbóndi minn afhenti honum 20 kr. pening. Maðurinn starði fyrst alveg forviða á peninginn, sem átti að gilda svo stóra upphæð. Því næst horfði hann á húsbónda minn, til þess að vita, hvort honum væri blá alvara með að ota þessum smápening að sér, og þegar hann sá að svo var, neitaði hann algeriega að taka við honum. Þá voru engir ofnar i búðum, og var því oft kalt, einkum fyrri part dagsins, því þá var aldrei eins mann- margt í búðinni, eins og þegar á daginn leið. Fyrsti vet- urinn minn í búð 1873—74 var mjög kaldur, og var mér þá oft sárkalt, og hendur bláar og bólgnar. Það kemur hrollur í mig æfinlega, þegar eg hugsa til þess vetrar. Hræddur er eg um, að nútíðarbúðarfólki þætti hart að búa við það, sem búðarþjónum þá var boðið. Eg mintist á lestirnar áðan. Já, þá var nú fjör og líf í bænum. Omögulegt að þverfóta fyrir þröng í búð- unum, bæði fyrir innan borðið og utan, illmögulegt að komast áfram í Hafnarstræti fyrir hestaþvögu, og krökt af tjöldum á Austurvelli. A kvöldin var þar oft gleði og háreysti mikil. Við strákarnir héldum okkur helzt þar, bæði til að horfa á það, sem kynni til að bera, og svo var það líka tilgangurinn hjá mörgum að sníkja matar- bita, sem sveitamenn voru ósparir á. Þar á Austurvelli hef eg oft borðað »kjúku< með nýju smjöri ofan á, hjá einum frænda mínum að austan og þótti mér það dýrðleg fæða. Vegna þess að Austurvöllur rúmaði ekki öll tjöld lestamanna, var það mjög alment að tjalda í Fossvogi, enda voru þeir þar nær hestum sínum. Reykjavíkurdrengir gættu hestanna fyrir þá, og fengu ákveðna borgun fyrir hvern hest um sólarhringinn, og höfðu margir drjúgan skilding upp úr því. Stundum var líka tjaldað á Lækjar- torgi, en það var fremur sjaldgæft. Austurvöllur var þá dældóttur, með smáhólum á milli. Hann var eitthvað lagaður þjóðhátíðarsumarið, en aðal- lega þó sumarið eftir, 1875, því þá um haustið var stytta Thorvaldsens sett þar. Til þess að fylla hann upp, voru tekDÍr tveir gríðarstórir öskuhólar, annar við útnorður-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.