Skírnir - 01.04.1913, Side 35
Ýms atriði ur lífinu í Reykjavík fyrir 40 árum. 131
endann á Geirstúni — hann heyrði eg nefndan Stórhól —
og hinn framan við Vesturbæinn í Hlíðarhúsum — sá bær
stendur enn í dag — og hrukku þeir þó hvergi til. Aust-
urvöllur fyltist því, áður en hann var lagaður, fljótt af
vatnl, bæði af haustrigningunum, og svo gekk tjörnin líka
upp i hann, ef lækurinn stíflaðist, sem oft átti sér stað.
Tjörnin náði þá miklu lengra til norðurs en nú, alt upp
undir suðurhlið alþingishússins. Undir eins og frysti var
því kominn ís á völlinn, og þá óðara krökt af krökkum
á skautum. Þar lærði eg eins og fleiri fyrst að renna á
þeim. Þar var heldur ekki hætt við að börnin gætu dott-
ið ofan í, eins og í tjörnina. —
Já, lækurinn stíflaðist oft þá, og hafði það í för með sér
stórflóð í götunum, einkum í Lækjargötu og austurparti
Austurstrætis; var þetta mjög bagalegt, því Austurstræti
var ekki einungis aðalvegurinn fyrir alla þá, sem bjuggu
fyrir austan læk, heldur var það líka leiðin upp í bæjar-
ins eina brauðgjörðarhús, Bernhöfts bakarí, og þangað urðu
allir að sækja, líka úr Vesturbænum. Stundum var flóðið
ekki meira en svo, að það nægði að setja borð ofan á
steina fram með húsunum, en stundum mátti það heita
ófært. Þó man eg aldrei eftir meira flóði, en varð löngu
síðar, en þetta tímabil sem eg helzt hefi í huga, nefnilega
á þorraþrælinn 1881, sem síra Matthías hefir kveðið um.
Þá varð að fara á pramma eftir allri Lækjargötu og aust-
anverðu Austurstræti; skóari einn, sem var dvergur að
vexti var rétt druknaður fyrir framan landfógetahúsið.
Þá stóð á mið8vetrarprófi í latínuskólanum, og notuðu
piltar sér flóðið á ýmsan hátt; flestir fóru í pramma upp
að skólabrúnni, en margir óðu, og var það í mitt læri
eða meir, þegar þeir svo komu til yfirheyrslu, tóku þeir
að skjálfa og nötra, og það varð til þess, að yfirheyrslan
varð skemri en ella mundi verið hafa, og bæði kennari
og prófdómandi mýkri í skapi og örlátari á einkunn við
skjálfandi piltinn. Einn skólapiltur, hraustur og harðgjör,
var ótrauður á að bera pilta yfir um; hann bauðst til að
bera einn kennaranna, sem var maður mjög lítill vexti,
9"