Skírnir - 01.04.1913, Page 37
Ýms atriði úr lifinu i Reykjavík fyrir 40 árum.
133
kassi í trogformi negldur utan á gluggana til þess að eigi
væri hægt að horfa ofan á götuna. Aldrei var drukk-
inn maður fiuttur svo í svartholið, að eigi fylgdi hópur af
fólki, mestmegnis strákum á eftir, og stóðu þeir lengi á
götunni, eftir að búið var að »setja« fylliraftinn »inn«,
því venjulega heyrðist fljótt til hans niður á götuna, fyrst
blót og formælingar yfir réttvísinni og hennar þjónum,
en síðan tók hann að kveða, eða syngja sálma, alt eftir
því, hvernig á honum lá, og hvað fullur hann var. Ekki
var þó betur um svartholið búið en svo, að þegar Steenberg,
fangavörðurinn, sem var »afdankaður skerskant« frá Sauct
Kreus, eins og hann sjálfur sagði, og leikfimiskennari í latínu-
skóianum, kom einn morgun inn til eins »gestsins« í svart-
holinu, sem hafði látið óvanalega illa kveldið áður og
fram eftir nóttunni, þá var hann allur á burt, hafði brotið
gluggann og trogið, og rent sér niður, og var kominn
langt í burtu, þegar átti að flytja hann á »kantorinn« til
þess þar að láta hann bæta fyrir óspektirnar kvöidið áður.
Þá voru ýmsir skrítnir náungar uppi, sem Reykjavik-
urdrengir hentu mikið gaman að, þegar þeir komu í bæinn,
svo sem Árni »biblía« faðir Þórðar »malakofs«, Þorgerður
»postilla«, Jón gamli í bakaríinu, alment kallaður »kis kis«;
þegar hann sýndi sig á götunum, mjálmuðu allir á eftir
honum, og tók hann það mjög óstint upp; ekki veit eg,
hvers vegna hann fekk þetta nafn. Ofeigur hét einn, hann
át lýs og brenda korktappa. Þá var Sæfinnur gamli uppi
og þá á bezta aldri. Einn mánudag í föstuinngang gekk
Sæfinnur prúðbúinn um göturnar, eins og drengir þeir, sem
allajafna »marcheruðu« þann dag; hann hafði heljarmikinn
trékorða reiddan um öxl og var hinn vígmannlegasti, hann
sneri baki að hverjum manni sem hann mætti á götu, og
gekk aftur á bak inn í húsin. Þetta gerði hann af því,
að hann haf'ði heljarmikla auglýsingu á bakinu, sem á
stóð letrað með stórum stöfum: »Eg geri grín fyrir fjóra,
en enginn má gefa mér í staupinu*. Það er víst, að margan
fírskildinginn fekk hann þann dag, en hvort hann hefir
alveg sloppið við staupin læt eg ósagt. — Ymsa fleiri ná-