Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 38

Skírnir - 01.04.1913, Page 38
134 Ýms atriði úr lifinu i Reykjavík fyrir 40 árum. unga mætti nefna, en af því stutt er frá liðið kynni það að særa núlifandi ættingja, og er því eigi farið hér frek- ara út í þessa sálma. Ur því eg er kominn svona langt ætla eg að fara nokkrum orðum um drengjalifið eða útilífið þá, því það er nú gjörbreytt frá því sem þá var. Þá var ekkert »Bíó», enginn Sáluhjálparher, eða þær ýmsu skemtanir, sem nú eru aðalskemtun unglinga og yfir höfuð bæjarmanna. Þá var bara Tjörnin. Varla var hún lögð, fyr en hún var orðin full af krökkum. Reykjavík hefir nú sexfalt fleiri íbúa en þá, en þó var miklu meira líf og fjör á Tjörn- inni en nú síðustu árin, og þó eru hér ungmenna- og ungmeyjafélög, sem hafa íþróttir fyrir æðsta takmark. í góðu veðri, einkum ef tunglsljós var, mátti heita að allur bærinn væri úti á Tjörn; strákarnir í húfuleik, sem var fólginn í því, að þeir fljótustu af skautamönnunum reyndu að ná í sem flestar húfur af kolli hinna, og þeir eltandi þá til að ná húfunum aftur. Yngisfólkið dró sig saman og leiddust tvö og tvö. Það hélt sig helzt við vesturlandið, undir Tjarnarbrekkunni, því þar bar mestan skugga á. Smábrennur voru alltíðar á Tjörninni. Stundum voru þær gabb eitt, því þegar menn, sem allstaðar frá þyrptust að, xoru rétt komnir að, þá slöktu þeir sem fyrir brennunni stóðu og hurfu á burtu, til þess að byrja á nýjan leik annarstaðar. Stundum voru hringsleðaskemtanir (Carus- sel). Fyrir þeim stóð maður, sem var nokkurs konar skemtanafrömuður Reykjavíkur, Sverrir steinhöggvari Run- ólfsson. Hann var altaf kallaður af strákunum Sverrir rex. Líklega hefir það nafn fundið upp einhver drengur, sem bæði hefir verið farinn að nasa ofan í grammatík og Noregskonungasögur. Sverrir var sá, sem endurlífgaði glímur í Reykjavík, lét halda kappglímur, fyrst vestur á Hlíðarhúsasandi og síðan á Melunum. Hann vildi láta stækka hólmann í Tjörninni, og koma þar upp veitinga- húsi með söng og hljóðfæraslætti. Þessi góða hugmynd er ekki enn komin i framkvæmd; en á þeim dögum var

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.