Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 39

Skírnir - 01.04.1913, Page 39
Ýms atriði úr lífinu í Reykjavík fyrir 40 árum. 135 ekki hugsandi til að framkvæma neitt þessu líkt, vegna peningaleysis. Væru drengir ekki á skautum, sem oft var ómögu- legt vegna snjóa, sem lagði á Tjörnina, því ekki voru hafðir neinir tilburðir með að moka hann í burtu — höfðu þeir aðra leiki á vetrum, og voru það einkum tveir, sem eg vil lýsa: að »skifta liði* og »þönglabardagi«. Að skifta liði var venjulega gert á dimmum kveld- um. Tveir foringjar skiftu drengjunum milli sín, og átti svo annar flokkurinn að fela sig, — til þess hafði hann nokkurt svigrúm — en þegar í fylgsnið var komið, átti að gefa það til kynna með háu hrópi. Var það gert þannig, að einn varð eftir úti á götu og rak upp afarhátt óp, og skauzt að því búnu inn í fylgsnið. Oft skifti flokk- urinn um stað, og var þá farið yfir girðingar og skúra, og altaf lostið upp miklum ópum, því það var skylda að gefa til kynna hvar flokkurinn héldi sig, hérumbil. Þegar leitarflokkurinn nálgaðist fylgsnið. héldu allir niðri í sér andanum, og vei þeim, sem þá varð það á að stynja eða hósta, svo flokkurinn yrði fundinn. Ef einn úr flokknum fanst, var allur flokkurinn fundinn, og þá átti hinn að fela sig, og svo gekk það koll af kolli; en í fyrstu var kastað hlutkesti um, hvor fyrst skyldi fela sig. Væru margir flokkar í einu í slíkum leik, þá kvað allur raið- bærinn við af óhljóðum, því þar var leikurinn eðlilega háður, og þar voru ótal skúrar og skúmaskot, einkum milli Hafnarstrætis og Austurstrætis. Þá voru engin ljós- ker til að lýsa upp bæinn; þau komu nokkrum árum síð- ar, um 1876, og voru fyrstu kveldin brotin unnvörpum. Utsynningar voru þá engu ótíðari eD nú, og þeim fylgdi brim mikið, sem flutti mikið af þangi og þönglum upp í fjörurnar, miklu meira, að því er mér virðist, en nú á dögum. Drengir voru þá vanir að safna þönglunum, lemja angana utan af hausnum, og fara svo í þönglabar- daga. Hann var fólginn í því, að annar drengurinn lagði sinn þöngul á stein, svo að hann lá undir honum rétt fyrir framan höfuðið; hinn drengurinn sló á hann með sín-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.