Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1913, Side 41

Skírnir - 01.04.1913, Side 41
Ýms atriði úr lífinu í Reykjavik fyrir 40 árum. 137 unni, og það var alveg ótrúlegt, hvað sumir urðu leiknir í því. Á mínum síðustu drengjaárum (1874—76) hvarf klinkspilið, þ. e. að slá hnapnum upp við þil, og í þess stað kom »stikkið«, þ. e. ístað þess að »klinka« var »stikk- að« með járni. Af því miklu auðveldara var að kasta en að klinka, var fjarlægðin milli staðarins, sem stikkað var frá, og þar sem talnabreiðan eða hrúgan lá, höfð miklu lengri. Ef stikkjárnið kom í miðja talnabreiðunar þá hét það að »húkka í delluna«, og var eins spannað frá stikkjárninu og áður er sagt. Bæði »klink« og »stikk« virðist vera útdautt nú hér í bæ.) Boltaleikur var mjög tíðkaður, bæði langbolti, þak- bolti, og að »gefa upp«, sem nú mun véra almennastur leikurinn. Boltaleikur var aðallega haldinn á tveim stöðum í bænum, í svo kölluðu Knudtzons-porti, hér um bil þar sem Landsbankinn er nú, og á Nýjatúni. Eigi var nokkur sá sunnudagur, eftir að snjó tók af jörð og þangað til að hann lagði aftur á, að eigi væri boltaleikur á hinum fyr nefnda stað á sama tíma, og eg imynda mér að þeir virku dagar hafi verið teljandi, sem enginn boltaleikur haíi fram farið þar. Einn leikur, sem nú er líka alveg horfinn, var þá mjög almennur hér í bæ, það var svo nefndur vörðuleik- ur. En af því að honum hefir verið ítarlega og rétt lýst annarstaðar,1) þá sleppi eg honum hér. Ennfremur sleppi eg öðrum algengum leikjum, sem tíðkast énn í dag, svo sem feluleik, skessuleik o. s. frv. Mjög algengt var þá að fara í laugar. Þar var sund kent og lærðu það margir; en vegna þessara laugaferða urðu margir svo. kulsælir, að þeir hikuðu sér við að fara í sjó. Þegar drengirnir komu upp úr, var þeim skipað að hlaupa góðan spöl — þá var auðvitað ekkert skýli þar — og að því búnu klæðast, og láta þá fyrst húfuna á höf- uðið; það var álitið nauðsynlegast. En landlæknir hefir einhverntima getið þess við mig, að þetta væri alveg óþarft eða gagnslaust. Það voru ekki eingöngu strákar, ’) Ólafur Daviðsson : íslenzkar skemtanir bls. 120—21.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.