Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 46

Skírnir - 01.04.1913, Page 46
142 Grettisbæli i Öxarnúpi Þekja er lágreist þess er maka þeygi sinn hefir átt í minnum, afis og hygni og óðar lægni, orðavals og svo að morði: Álna tveggja er urðarlöggin, op að skríða úr klungurhíði. Einsteinungar eru i mæni, álna þriggja að fornu máli. Drangar þeir eru drjúgum þungir, dílaberg af jarðarmergi, flatagóðir og feldir betur fiestu grjóti, er veðrin móta. Þúsund ár hafa þessir hlerar — því sem næst — í veggi læstir, mosafeldir um margar aldir, mönnum tjáð af Grettis dáðum. Sér í Garð, þegar sól er orðin sumargeng, yfir vötn og engi goðans bygð, er Gretti lagði grenjastíg, til ráns og víga. Þykkjuljóð um þenna bokka þar hefir Braginn urðarlagi, sollinn gremju í svölum helli, sungið — inn í þögult klungur. Hörð eru kjör að eiga í urðum átján vetra myrkursetu, afarmenni að eðli og kröfum, urga bein í milli steina; súrt í broti skáldi að skorta skjól og vist í urðarbóli — skáldi verst er á sér eldinn inst í sál til nautnamála.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.