Skírnir - 01.04.1913, Qupperneq 52
148
Nútima hugmyndir um barnseölið.
líf og dauða, þar sem nemandinn feliur,: ef urit er. Þriðja
tegund dómara hefir sérstakar, persónulegar kenningar um,
hversu svara beri. Þeim er ekki nóg, 'að spurningunni sé
svarað rétt, heldur verður próftakinn að íinna einmitt þau
orð og hugsanasambönd, sem þeir sjálfir hafa í huganum,
sem varla getur þó orðið nema með undursamlegum hugs-
anaflutningi. Fleira óviðkomandi hefir áhrif á umsögn próf-
dómenda, þreyta, lasleiki, návist einhvers áheyranda, sem
vel ber skyn á efnið. Jafnvel útlit próftakans sjálfs ræð-
ur stundum miklu um örlög hans til heilla eða óheilla,
eftir því hvort það vekur samkend eða móthygð dómaranna.
Prófin geta því ekki verið áreiðanleg tæki til að raða
nemendum í æ 11 i r eftir skyldleika og framförum. Til
þess þarf að vita, hvern þroska líkamlegan og andlegan
þeir hafa á vissu aldursskeiði, hæð þeirra, þyngd, orku,
minni, skilning, þekkingu. Með því að rannsaka í mörg
ár skólabörn og námsfólk í ýmsum löndum, mæla ná-
kvæmlega þroska og getu þeirra, taka síðan meðaltal af
þeim úrslitum, hefir fengist ábyggilegur mælikvarði til að
dæma um, hvar hvert barn í þeim löndum er á þroska-
brautinni, hvort það er meðalbarn, á undan eða á eftir
og hve miklu það munar. Þá er aldurinn talinn í þroska-
árum, ekki almanaksárum. Þvi er svo varið, að til eruí raun
og veru tveir aldrar: árin frá fæðingu barnsins og árin sem
rituð eru í þroska þess, í hæð, brjóstmáli, þunga, afli, tann-
framförum, raddblænum o. s. frv. Ef alt er með feldu, fara
þessir tveir aldrar saman, en þó eru frá því fjölmargar undan-
tekningar, jafnvel að börn séu 3—4 árum eldri eða yngri
að þroska en lögárum. Sé nú um skólagöngu, bekkjar-
röðun, áreynslu og nám að gera, er auðsætt að börnunum
er betur borgið með því, að reynt sé á þau eftir getu
þeirra fremur en áratölu.
Til að gefa hugmynd um þennan mælikvarða, nægir
að sýna hversu dæmt er um þekkingarþroska barna á
skólaaldri í nokkrum algengustu námsgreinum, t. d. lestri,
reikningi og réttritun. Mælikvarði þessi á við börn i París.