Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 55

Skírnir - 01.04.1913, Page 55
Nútíma hugmyndir um barnseðlið. 151 börn, þar sem kenslan er öll sniðin eftir hægfara gáfum þeirra, og tekst oft að láta þau ná furðulegum þroska með því móti. En í samkepni við meðalgefin börn dragast þau aftur úr og eru sér til engra nytja í skólun- um. Vanþroska börn eru fleiri en margur hyggur og er ekki lítið unnið við að geta þekt. þau úr hjörðinni og kom- ið þeim á rétta hillu. Langalmennast gagn af mæling- um þessum er þó að raða heilbrigðum, en misgefnum, börn- um í bekki eftir gáfum og getu. Að frátöldum þeim börnum, sem talin eru vanþroska, eru mörg önnur, sem ekki njóta sín nándar nærri í skól- unum, fer minna fram en vera ætti, fylgjast varla með nema til hálfs. En að geta tæplega lært getur verið bætan- legt mein, eins og margir líkamlegir kvillar eru læknan- legir. En til að finna meinabótina þarf að þekkja meinið, svo að gera megi við því. Hér skuIu nefndar nokkrar algengustu orsakir til ógengis við nám: 1. Bráðþroski eða kyrkingur í vexti. 2. Veikindi, blóðleysi, tæring, taugaveiklun. 3. Vaxtarbreytingar i skynfærunum, einkum augum og eyrum. 4. Daufur skilningur. 5. Dauft minni. 6. Skilningsleysi á hugrænum efnum, samfara góðri verklegri greind. 7. Deyfð á háu stigi, óbeit á allri áreynslu. Leti. Hvert þessara atriða verður að athuga sérstaklega. Tökum fyrst líkamsþroskann. Sé að ræða um barn, sem er mun minna vexti en það hefir aldur til, magurt, fölleitt, kraftalítið, ófúst til allrar áreynslu — jafnvel til leika, og framfaralítið við námið er brýn þörf að veita því eftirtekt. Ekki dugar að hegna því eða ávíta það fyrir getuleysi, sem því er ósjálfrátt. Þó hefir pað ein- mitt verið algengt að hegna slíkum börnum fyrir letina, setja þeim fyrir fleiri heimastila, loka þau inni, þegar kensluhlé var, einmitt þau börnin, sem helzt þurftu hreint loft og frelsi til að jafna sig. Þar er að jafnaði hvorki

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.