Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1913, Side 56

Skírnir - 01.04.1913, Side 56
152 Nútíina hugmyndir um harnseðlið. um að kenna óþægð eða viljaleysi, heldur þröngum kosti heima fyrir, ónógu fæði, lélegum húsakynnum, maga Sem meltir illa, þunnu, efnasnauðu blóði, taugakerfi, sem er í ólagi, andþrengslum og fleirá af því tægi. Það sem þá þarf við, er betri aðbúnaður og læknishjálp, áður en saún-' gjarnt er að búast við eðlilegum námsframförum. Allir vita, að þegar Svo míkil brögð éru að veiklun líkamans, hefir það veruleg áhrif á sálarkraftana. öðru máli er að gegna um það, hvort hreysti sálar og líkáma fer nákvæmlega saman. Dagleg reynala ber vitni um, að afburða orkumenn eru mjög sjaldan að sama skaþi vitrir, og hins vegar, að margir andans snillingar hafa verið veikbygðir líkamlega. Þetta hefir komið mörgum fræðimönnum til að ímynda sér að um ekkert þvílikt samræmi væri að ræða. En auðvitað varð ekkert um málið sagt á hvorugan veginn, nema með því að rann- saka mikinn fjölda einstaklinga og dæma eftir meirihluta. Hér er komið að atriði, sem þarfnast sérstakrar út- skýringar. öll vísindi leitast við að finna 1 ö g, föst lög, hvert á sínu sviði. Séu þessi lög óbreytanleg og án und- antekninga, má, er menn þekkja þau, spá hvers konar mynd þetta eða hitt náttúruafl muni taka á þeim eða hinum stað. A þann hátt vita farmenn nú nákvæmlega um flóð, fjöru, strauma o. þ. 1. í fjörðum og sundum, og geta hagað sér eftir því, beðið meðan straumurinn er á móti þeim, látið hann bera sig, er hann verður þeim hag- stæður. Þetta er að eins eitt dæmi um óbreytanleg, fyrir- sjáanleg lög, en þau mætti telja í tugum úr veldi hinnar dauðu náttúru. I sálarlegum og félagslegum efnum er varla um nein slík lög að gera, sem undantekningarlaus séu. Þar verður að láta sér nægja að dæma eftir meiri hluta, þó margar verði undantekningar. A þann hátt má segja t. d. að Frakkar séu smekkvísir, Þjóðverjar lærdómsmenn og Islendingar stjórnmálahneigðir. Raunar eru þetta sannindi yfirleitt, en hvergi nærri undantekn- ingailaus. Þau ná raunar ekki lengra en það, að meiri hluti inanna i þessum löndum hafi þá eiginleika: sem

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.