Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 63

Skírnir - 01.04.1913, Page 63
Nútima hugmyndir um barnseðlið. fyrir augun ber, og gleymir ekki ósjaldan upphaflega er- indinu í brimsjó nýjunganna. Skilningur barnsins er grunnfær. Það skynjar að vísu ytra útlit hlutanna, stærð, lögun, fjarlægð, lit o. þ. 1. engu miður en fullorðnir. En það sér ekki inn úr yfir- b o r ð i n u, ekki heildarsamband hlutanna, greinir ekki aðalatriði frá aukaatriðum. Þegar börn segja frá ein- hverjum atburði, sem þau þó hafa séð, kemur þessi grunn- færni glögglega fram. Alt verður jafnstórt, jafnmerkilegt. Og ionra sambandið er þeim venjulega hulið. Að sama gkapi ber málkunnátta barna merki um þennan skort á innra skilningi. Langmest nota þau sagnir, nafnorð tals- vert minna, þá lýsingarorð, en næstum aldrei útskýrandi samtengingar eins og af því að, þess vegna, ef, o. s. frv., af því að þau orð eru bandliðir, sem tengja sam- an hinar dýpri hugmyndir, hugmyndir þroskaðra manna. A sama hátt er h u g v i t barnsins takmarkað. Menn spyrja það um daglega hluti, sem það þekkir vel, til hvers þeir séu. Hnífur — til að skera með Hestur — til að ríða á Borð — til að eta við. Mamma — til að sjóða matinn. Alt af einhver e i n útskýring, sú sem liggur hendi næst. Sex ára barni er sýnd mynd af förumanns- fjölskyldu, sem hímir hálfdauð úr sulti og kulda undir tré. »Þetta er maður — — þetta er kona, þarna er tré.« Átta ára barn leitast við að útskýra nákvæmar: »maðurinn situr á bekk; kona er hjá honum«, segir það. Til að sjá gegnum myndina, skilja hana, sjá að þar eru sýudir alls- lausir, sárþjáðir aumingjar, þarf hyggju fullorðins manns. Lýsing barnsins verður svo að segja í lausu lofti, almenn, ónákvæm, getur átt við alt og ekki neitt. Fyrst þegar maðurinn vex í skilningi sér hann og greinir margbreytni hlutanna og ræður af hugviti sínu um samband þeirra. Trúgirni barna er viðbrugðið; þau finna óglögt mun á réttu og röngu, í orðum og verkum. Af því spretta mest þau ósannindi, sem börnum eru svo töm. I hugum þeirra renna saman veruleikur og ímyndanir, óskir og draumar. Þau hafa ófullkomna dómgreind, taka

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.