Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 64

Skírnir - 01.04.1913, Page 64
160 Nútíma hugmyndir um barnseðlið. hiklaust á móti fjarstæðustu staðhæíingum og útskýring- um, sem spretta í huga þeirra, eða koma utan að frá öðrum mönnura. Barnið er þannig sálarlega svo ólíkt fullorðnum manni, að sinni aðferðinni verður að beita til að skilja hvort stig- ið, æsku og fullorðinsár. A. Binet vildi íinna þ r o s k a - s t i g a æskuáranna, hvernig háttað væri viti og skiln- ingi barna. Hann bjó til mikinn fjölda spurninga, sem honum þótti liklegt að börn gætu svarað, sumar léttar, aðrar þyngri. Síðan reyndi hann þetta kerfi við mörg þúsund börn í París, og fékk aðstoðarmenn sína til að gera sams konar tilraunir víðsvegar i landinu. Eftir nokk- ur ár var fengin reynsla fyrir, hve þungum spurningum meðalbörn gátu svarað; spurningakerfið varð að sama skapi erfiðara, sem barnið var eldra og búast mátti við meiri þroska. Það reyndi bæði á meðfædda greind og þekkingu, reyndi á vaknandi festu, hugvit og dómgreind. Nokkur dæmi nægja til að sýna aðferðina: 3 ára. Gletur bent á munn sér, nefið og augun. Endurtekið tvær tölur. Talið upp fólkið á mynd, sem sýnd er. Sagt föðurnafn sitt. Endurtekið 6 atkvæði. 4 á r a. Þekkir og getur nefnt hníf, lykil og fimm- eyring. Getur borið saman tvær línur og sagt, hver er lengri. Telur þrjá eirskildinga. Þekkir og nefnir rétt fjórar algengustu peningategundir. 5 á r a. Ber saman tvo stokka og segir hvor er þyngri. Teiknar ferhyrning eftir mynd. Endurtekur tiu atkvæðasetning. Telur fjóra eirskildinga. 6 á r a. Þekkir og nefnir rétt hægri hönd og vinstra eyra. Endurtekur seytján atkvæða setningu. Ber saman fegurð tveggja hluta. Segir til hvers menn nota nokkra algengustu húsmuni. Fer þrjár smá sendiferðir. Segir aldur sinn. 7 á r a. Sýnir hvað vantar í hálfdregnar flatarmyndir. Segir hve inargir eru fingur á báðum höndum. Skrifar rétt setningu eftir forskrift. Teiknar tígul eftir fyrirmynd. Endurtekur fimm tölur.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.