Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 66

Skírnir - 01.04.1913, Page 66
162 Nntima hugmyndir um harnseðlið. in eru af hendi leyst yfirleitt, en sum dæmin reyna þó fremur öðrum á þann eiginleika. Tólf ára börn eiga að geta bent á augljósar hugsunarvillur í mæltu máli. Tök- um einhver dæmi, sem yngri börn mundu ekki altaf af sjálfsdáðum finna galla á, t. d.: Hjólreiðarmaður nokkur datt af hjólinu og mölbraut hauskúpuna. Hann var fluttur í sjúkrahúsið; menn eru hræddir um að honum muni ekki batna. — I gær varð slys á sjó, en ekki alvarlegt. Þeir sem druknuðu voru ekki nema 48. — Eg á þrjá bræður: Pétur, Árna og mig. En menn verða að muna, að skilningsmæling þessi er a ð f e r ð en ekki v e r k f æ r i, sem hver og einn getur notað og mælt rétt með. Sá sem vill nota aðferðina verð- ur að bæta úr göllum hennar með persónulegum kostum, með að vera vandvirkur, þolinmóður og fús að læra af torfenginni reynslu. En ef þannig er farið að, er gagnið líka mikið. Börnin fæðast misjöfn að gáfum, heimili þeirra eru ólík, misjafnt löguð til að vekja og þroska skilning- inn. Sé nú ekki skeytt um þennan mismun eru öll börn, sem jafngömul eru að almanaksárum, sett við sama erfiði. Ef til vill er það við hæfi meðallagsins, en hversu fer með hin, þau sem eru t. d. tveimur árum á undan eða eftir jafnöldrum sínum? Væri ekki sönnu nær að reyna að búa hverju barni sess, þar sem það á heima eftir þroska og skilningi? Þessi fiokkaskifting hefir hingað til helzt verið notuð við vanþroska börn, fyrst til að þekkja þau frá heilbrigð- um börnum, síðan til að flokka þau innbyrðis, og seinast til að mæla framfarir þeirra. Nú telja menn vanþroska þau ein börn, sem eru í skilning og þekkingu þremur ár- um á eftir meðallagi jafnaldra sinna, og sá munur er furðumikill. Samt hafa þessir bekkjarlallar og erkitión, eins og þeir voru áður álitnir, stundum unnið tvö þekk- ingarár á einu ári, þegar þeim var kent eins og þeir þurftu samkvæmt eðli sínu. En að vinna mátti tveggja ára verk á einu ári í svo torunnu efni, er merki þess, hve skjótum framförum gáfubörnin mundu taka, ef jafnviturlega væri

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.