Skírnir - 01.04.1913, Síða 71
Jan Mayen.
167
•var farið að hl/na í veðri. Dagbókin endar 30 apríl. Þegar leið
á veturinn sýktust þeir fólagar af skyrbjúg, enda vantaði þá alt
nýmeti og höfðu ekki aunað en gamlan mat sór til viðurværis.
Þegar dagbókin endar, var einn þeirra dauður, en allir hinir fárveikir.
Jan Mayen er lýst í bók, sem út kom í Amsterdam árið 16621).
Þar er uppdráttur af henni, er síðan var lengi fram eftir lagður til
grundvallar fyrir þeim uppdráttum, er síðar voru gerðir. G. G.
Zorgdrayer lýsir eynni í bók, er kom út í Leipzig 1723. Virðist
sú lýsing vera tekin upp úr fyrnefndri bók. Reyndar kom hann
sjálfur til eyjarinnar árið 1699, 4. ágúst. Vóru þar þá uppi á
ströndinni 20 bátar, sem hollenzkir hvalveiðamenn áttu og höfðu
geymda þar yfir veturinn. Mikið var þar og af tunnum og köðl-
um, en alt var það meira og minna skemt. Þar sáust hlóðirnar
undan bræðslupottunum, og enn voru þar skrifli af geymsluskúrum.
Enskur maður, W. Scoresby að nafni, kom með hvalveiðamönn-
um til eyjarinnar sumarið 1817. Hann kannaði hana og gerði þar
ýmsar athuganir. Lýsir hann eynni all-ýtarlega í An Account
of the Arctic Regions, sem kom út í Edinborg 1820.
Dufferin lávarður kom þar 1856 (í sömu ferðinni sem hann
kom hór við land). Hann náði til eyjarinnar gegnum ís og þoku
og komst þar á land, en varð jafnskjótt að hverfa aftur út á skip
sitt, sökum ísreks, sem hann óttaðist að mundi hamla því að hann
næði til skipsins. Lítið er því að græða á frásögn hans um Jan
Mayen2).
Arið 1861 kom dr. C. Vogt og félagar hans til eyjarinnar.
Þeir dvöldu þar frá 20.—24. ágúst, gengu nokkrurn sinnum á land
og könnuðu hana. Hann lýsir henni í ferðasögu sinni3) og er þar
uppdráttur af henni. A heimleiðinni kom hann við i Reykjavík og
ferðaðist þaðan til Þingvalla og Geysis.
»Den Norske Nordhavs Ekspedition«, er var við rannsóknir í
Norðuríshafinu 1876—78 undir forustu dr. H. Mo'nn’s prófessors í
Kristjaníu. kom til Jan Mayen 28. júlí og fór þaðan 3. ágúst.
‘) De Nieuwe Groote Zee-spiegel, inhoudeude Eene Beschryvinghe
der Zee-Kusten van de oosterche en noordsche Schip-vaert.
2) Hann segir frá þessari ferð í Letters from High Latitudes heing
some account of a voyage 1856 — — to lceland, Jan Mayen & Spitz-
hergen. By Lord Dufferin. Fourth Edition. London 1858.
s) Nord-Fahrt entlaug der Norwegischen Kiiste nach dem Nordkap,
den Inseln Jan Mayen und Island . . . Erzáhlt von Carl Vogt. Frank-
furt am Main 1863.