Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 74

Skírnir - 01.04.1913, Page 74
170 Jan Mayen. Svæði það, sem er jökullaust á norðurhluta eyjarinnar, er að- allega jaðrarnir með sjónura og eru þeir rætur fjallsins. — Beeren- berg er eldfjall. Gnæfir gígbarmurinu efst uppi a jöklinum hátt við himin og sóst langar leiðir af hafi. Oft er jökultindurinn heið- ur, þótt eyjan sjálf sé hulin þoku. Gígbarmurinn er skeifulagaður, því að hrunið er úr honum að norðanverðu; annars er hann snar- brattur og standa víða hyrnur og gnípur fram úr jöklinum, er þek- ur hann. — Upp úr jöklinum sjálfum standa víða klettasnasir, einkum norðan til. Þar er slakki í hann, framhald af skarðinu í gígbarminum, en beggja vegna við slakkanu gægjast hraungarðar fram úr honum. Frá meginjöklinum seilast skriðjöklarnir eftir skörðum og dældum niður fjallsræturnar. Níu af þeim hafa rutt sér braut alla leið til sjávar. Það er í frásögur fært, hversu fagrir og svipmiklir þessir jöklar eru og óvenjulega tilbreytingarmiklir í samanburði við aðra heimskautajökla. Sumstaðar eru þeir líkastir stirðnuðum stórfossum, þar sem þeir hafa brotist fram um þröng skörð og eru há björg á báða vegu. Vogt líkir þeim við jöklana í Alpafjöllunum. Sumstaðar eru þeir huldir ösku, sandi og stórgryti. Palffy greifi reyndi að komast upp á fjallið (árið 1882), en varð að hverfa aftur, er hann var kominn 1572 m. yfir sjávarmál. Ekki er mér kunnugt um að aðrir hafi reynt til þess að komast upp á fjallið.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.