Skírnir - 01.04.1913, Page 76
172
Jan Mayen.
að varla gat það verið jökulhrun. Jarðakjálfta hefir oft orðið vart
þar og stundum leggur reykjargufu upp úr sumum gígunum.
Aðal-bergtegundin á eynni er basalt. í því er mikið af smá-
kristöllum og olivíni. Sandur er á nokkrum stöðum meðfram sjón-
um og sumstaðar uppi á eynni. Hann er mjög dökkur á lit —
nær því svartur — og afar-járnríkur (seguljárn). Vogt ranasakaði
sand, er hann tók þar, og var rúmlega 21°/0 af honum seguljárn.
Hinn svonefndi Austur-grænlenzki íshafsstraumur skolar strend-
ur eyjarinnar. Er sjórinn því kaldur mjög og hitar lot'tið lítið. A
sumrin, þegar ís er eigi nálægt, er hitinn á yfirborðinu rúm 3° á
Celsius, en á 20 faðma dýþi er hann nær því 0° og minkar enn
meir er neðar kemur.
Veðráttan er óstöðug. Þokur tíðar og sjaldan sólskiu. Á sumr-
in eru oft kuldahret eða stórviðri, Hér er ekki hægt að lýsa ná-
kvæmlega veðráttufari að vetrinum. Eftir því sem dagbókin frá
1633 segir frá, skiftist þá á heljarfrost og rigningar. Með köflum
hlóðst niður feikna snjór, náði hann mönnum jafnvel undir hendur.1)
Árið sem Austurríkismenn dvöldu þar, var meðalhiti ársins -f- 2,3®
C. Mestur hiti var 9° (einn dag í ágúst), en minstur ■— 30,6° (í
desember).
Hafís lykur um eyna mikinn hluta ársins. Oft er á vorin ís-
laust svæði skamt frá landi. Þangað sækja selveiðaskipin (frá marz
til maí). En við sjálfa eyna er ekki auður sjór, nema endur og
sinnum, að undanskildum júlí, ágúst og september, því að um þann
tíma er þar sjaldan nema lausajakar (ísrek).
Rekaviður er þar afarmikill; liggur hann í bunkum á strönd-
iuni. Er svo til að sjá utan af hafi, sem hverjum bjáikanum só
hlaðið ofan á annan, því að söndunum — þar sem rekinn er —
hallar mjög að sjó. Líkist það helzt háum skíðgarði. Það er
eingöngu barrviður — fura og greni —. Svo eru þar og brot
úr skipum, sem farist hafa, og mikið af hvalbeinum. Vogt heldur
því fram, að það mundi bofga sig, að senda þangað skip frá ís-
landi, til þess að sækja rekaviö, ef veður væri hagstætt og ís ekki
til tálmunar.
Dýralífið er ekki fjölskrúðugt á Jan Mayen. Af spendýrum
eru þar aðeins refir, og bjarndýr koma þangað og á vetrum. Ref-
*) Sbr. Svenska Expeditioner till Spitsbergen och Jan Mayen . . .
Stockholm 1867.