Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 77

Skírnir - 01.04.1913, Page 77
Jan Mayen. 173 urinn (canis lagopus) lifir þar aðallega á fuglaveiSum. Heldur mun vera þröngt í búi hjá honum á veturna, en það er sagt að heim- skautarefirnir þoli hungur flestum d/rum betur. Þeir eru ómat- vandir og eta alt sem tönn á festir. Talsvert mikið mun vera af þeim þar á eynni. Mohn og fólagar hans skutu þar 3 refi. Vogt segir frá því í ferðabók sinni, að einu sinni þegar þeir fóru á land í eynni, lótu þeir tvo hásetana bíða við bátinn og var þar kynt bál. Skipstjórinn ætlaði að klifra eftir fugli og lagði eftir kápu sína skamt frá bátnum, en hinir hóldu upp á eyna. Þá komu þrír refir labbandi rótt að eldinum, voru tveir mórauðir en hinn þriðji ljós- grár. Þeir virtu hásetana fyrir sér og snuðruðu kring um bátinn. Svo voru þeir nærgöngulir, að hásetarnir urðu að kasta að þeim spýtum og sprekum (því að þeir voru byssulausir), til þess að fæla þá burtu, vegna þess þeir voru farnir að sýna sig líklega í að eta frá þeim vistirnar. Þegar þeir urðu fyrir þessu aðkasti, hörfuðu þeir burtu, en rákust þá á kápu skipstjóra; dvaldist þeim lengi við hana. En þegar hann sneri aftur og vildi taka kápuna voru þeir allir á braut. En þeir höfðu nagað kragann og barmana og blettað hana svo, að hún bar þess menjar lengi á eftir. ísbirnir koma með hafísnum til eyjarinnar. Veturinn 1633— ’34 var mikið af þeim þar og voru þeir þá svo nærgöngulir, að vetursetumennirnir þorðu ekki út úr húsi. ísbjörninn lifir á fiski og sel. Kafar hann eftir fiskunum og gr/pur þá á sundi; sýnir það sundfærleik hans. Selina veiðir hann þannig, að hann húkir við vakir, þar sem hann býst við að þeir muni koma upp til að anda, og hremmir þá um leið og þeir skjóta hausnum upp. Stund- um reynir hann að komast milli þeirra og vakarinnar, þegar þeir liggja uppi á ísnum, en sjái hann sór það ekki fært, steypir hann sór niður í næstu vök og kafar undir ísnum þangað til hann nær vökinni, sem selurinn liggur hjá; á selurinn þá vanalega ekkert undanfæri. Afarmikið var áður af hvölum og selum við eyna og er þar enn töluvert af þeim, enda þótt mikið só veitt og þeim hafi því fækkað að miklurn mun. Rostungar munu koma þar, en ekki er mikið af þeim. — Seinni hluta vetrar er þar geysimikið af vöðu- sel (phoca groenlandica); er hann veiddur mikið. Hann heldur sig í vöðum og fylgir ísnum og er hægra að veiða hann vegna þess. Veiðimennirnir ráðast á hann, þar sem hann liggur uppi á ísnum og rota hann. Fækkar honum stöðugt. Þar er og mikið af kampsel (phoca barbata). Hann er stærstur allra sela — getur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.