Skírnir - 01.04.1913, Qupperneq 80
Ritfregnir.
Hjalmar Falk: Altnordisches seewesen. Mit 28 abbildun-
gen. Heidelberg 1912. Carl Winthers Universitatsbuchhand-
lung (sérpr. úr tímaritinu »W örter und Sache n«, IV. b.).
Verð líkl. um 12 Mark.
RitgjörS þessi er eflaust ein hin merkasta, sem út hefur komiS
í norrænum fræSum árið 1912. Höf. hefur þar safnaS í eitt öllu
því, semvjer nú vitum um sjómensku feðra vorra. Hann lísir svo
nákvæmlega sem unt er siglingaríþrótt þeirra, öllum hinum marg-
víslegu skipum, sem þeir höfðu í förum, gieinir alla parta skipsins,
og skírir eða leitast við að skíra sem best öll heiti á pörtum skips-
ins eða verkfærum innanborðs, sem firir koma í fornritum vorum,
sínir, hvernig sjóorustur vóru háðar o. s. frv. RitgjörSin tekur
öllu öðru langt fram, sem áður hefur verið ritað um þetta efni, og
er nauðsinleg hverjum manni, sem vill skilja rjett það sem feöur
vorir hafa ritað eða ort um sjóferðir og siglingar. Mjög mörg heiti
á skipi eru hjer rjett skírð í firsta sinn og mörg gátan ráðin, sem
áður var mirkri hulin. Mikinn stuðning hefur höf. haft af skipum
þeim, sem fundist hafa á Norðurlöndum á síöari árum, sjerstaklega
Gaukstaðaskipinu og Osebergsskipinu. Enn auk þess er hann allra
manna fróðastur í samanburöarmálfræöi og um uppruna og skild-
leik orða í ímsum málum, og kemur það honum oft að góðu haldi,
svo og það, að hann þekkir út í æsar sjómannamál ímsra þjóða
nú á dögum, sjerstaklega Norðurlandabúa.
Rúmið leifir ekki að fara út í einstök atriði í ritgjörð þessari.
Að eins skal jeg taka fram eitt dæmi, meöfram af því að það gefur
mjer tækifæri til að leiðrjetta dálítinn misskilning, sem, aldrei
þessu vant, hefur slæðst inn hjá höf.
Á skipum fornmanna var að eins eitt siglutrje og siglingin
rásigling, seglið ferhirnt, fest við rána á efri brún og þar hjer um
bil jafnbreitt lengd ráarinnar, enn sló sjer út að neðan; seglið var