Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1913, Side 93

Skírnir - 01.04.1913, Side 93
Svar. 189 ið og yfir nýja málið. Honum hefir þá gleymst (á hanasænginni) að brenna líka fyrstu orðatininga sina úr nýja málinu á lausum blöðum. Aðalsafn þessara tíninga náði Jón heitinn Arnason bókavörður í, og raðaði þeim i stafrófsröð og byrjaði að hreinskrifa þá í bók (fremstu arkirnar i Lhs. 283). En svo tók Páll stúdent Pálsson við og hreinrit- aði þetta safn alt til enda. Þetta er gert eftir Scheving dauðan; hann hefir aldrei séð þetta safn, og miðarnir, sem eftir var skrifað, voru ekkertannað enókarraðir minnislappar,mjögoft að eins orðið bersnautt; langoftast ekki einu sinni nefndur partur ræðunnar. Eg fletti af handa- hófi upp á einni blaðsíðu i 3. bindi (af hreinritaða safninu), blaðsíðunni, sem byrjar á „sköpunarafl11. Þar eru 22 uppsláttarorð. Af þeim eru 5 ein skýrð eða þýdd mjög stuttlega, hin (15) óþýdd með öllu; við 16 þeirra standa tilvitnanir (allar, nema 2, án dæma) og ekkert annað; partur ræðunnar ekki nefndur við neitt þeirra. — Sýnishorn: — »Sköruglyndr, — Skörþrúnginn. Fel. R. 11,281. — Skötubard. — Skötubörd nedan i lepp. t. d. pilsi. — Skötu-lóð. Fel. R. 7, 19 — Skötumid«. — Þetta er óvalið meðal-sýnishorn af þessu orðasafni. Hitt orðasafnið virðist lítið annað en sömu miðarnir, sem þeir Jón og Páll hafa hreinskrifað, og fáeinir miðar og blöð í viðbót, sem virðast hafa fundist síðar. Fyruefnda orðasafnið hefi eg notað, og notað v e 1, hvað sem E. A. þar um segir. En sýnishornið hér að ofan sýnir, hvað og hve mikið er að græða á þvi. Siðarnefnda safnið hefir mér virzt hafa svo ómerkilega fátt inni að halda umfram hitt, að ekki væri ómaks vert fyrir mann, sem verður að fara jafn-spart með tíma sinn eins og eg, að eyða tíma i það, jafn óaðgengilegt sem það er. Því að nú er það alt i ruglingi, í pappirspokum og kramarahúsum. Nr. 283—285 Lbs. hefi eg látið afskrifa mér til afnota; en hefi ekki kostað npp á að af- rita miðana. Annað vanþekkingardæmi: E. A. segir: „Ákast== útálát á graut. Rangt er þetta. Ákast er mjölið útí graut nefnt.“ — Þetta er grautar-prófessors-vanþekking. Hann þekkir það nefnilega ekki, að mjölið útá graut er nefnt útálát. Því er sagt: „tunna af útáláti11.1) Yanþekking er það einnig, að vita ekki, að þýðing min á „argskap11 er alveg rétt, (réttari heldur en Cleasby’s og Fritzner’s). „Argafas11 segir E. A. rangþýtt hjá mér. Grein mín um „argafas11 er orðrétt þannig: „argafas kl, fautalegt tilræði, sem maðr stillir sig þó sjálfr um, svo að ekki verðr af: ef maðr hleypr at manni ok heldr hann sér sjálfr (a: stillir sig sjálfr) o k v e r ð r eigi skírskotat, þat er a.“ Dæmið, sem eg tilfæri, er úr Frostaþingslögum og skýrir sig sjálft, svo að hver heilvita maður get- ur séð, hvort skýring mín sé eigi rétt. Hvað verið muni hafa uppruna- merking orðsins, kemur málinu ekki við. ‘) I nokkrum héruðum landsins er ú t á 1 á t haft um m j ó 1 k út á grant.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.