Skírnir - 01.01.1914, Side 2
2
Steingrímur Thorsteinsson.
Á ströndnnum frammi, þá værð er um ver,
Þar vil eg i ljósinu dreyiitm með þér,
Þinn Jóns-vökudrauminn við svefnlausa sól,
Er svífur um miðnótt við norðurhafs ból.
Hann vill dreyma í ljósinu með ættlandi sínu. Ætt-
jarðarljóð hans eru slíkir sólskinsdraumar. Þúsundára-
hátíð íslands var fyrir honum »þúsund ára sólhvörf«, for-
tíð þjóðarinnar og framtíð voru kvöld- og morgunroði:
Hvert leiftrar, Island! Ijóma glys
Ljóshvítum jöklum 4?
Er það gullaldar aftanblys?
Er það þins moreuns brá?
Hvorttveggja hygst eg sjá,
Sem þá um sumar kvöld við morgun minnist.
Eða tökum þessar alkunnu vísur úr »Vorhvöt«:
Nú vakna þú, Island! við vonsælan glaum
Af vorbylgjum tímans á djúpi;
Byrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum,
En afléttu deyfðanna hjúpi
Og drag þér af augum hvert dapurlegt ský,
Sem dylur þér heiminn og fremdarljós ný.
Og enninu snjófgu til Ijóshæða lyft
Og littu sem örninn mót sólu.
Hann sér andlegt líf þjóðarinnar í geislagliti kvöld-
og morgunroðans, hann heyrir í ölduhljóðinu vorglaum
vonanna og skýin verða eins og móða á augunum. Hann
skynjar fyrir landið og þjóðina í senn, og honum íinst
jafnvel jökullinn geta roðnað fyrir sumt sem á dagana
hefir drifið:
Sú var tið, er sneypu fyrir marga
Snjór á jöklum roðna hefði mátt.
Allur kveðskapur Steingríms ber blæ af þvi, hve
ljósnæmur hann var. Nattúrukvæðin verða flest vor og
sumarkvæði. Yfir landinu er þar alt af heiður og hreinn
svipur, að minsta kosti sér hann ávalt sól í gegn um