Skírnir - 01.01.1914, Side 6
Steingrimur Thorgteinsson.
-6
drenglyndr, langsýnn ok langminnigr». Þessi orð má vel
heimfæra til Steíngríms. Hann var vitur og forspár, því
hann sá og sagði þau lífssannindi sem eftir mun ganga
og mörg hans orð eru spakmæli sem ekki verða steypt
upp aftur og jafnan verða gjaldgeng mynt, eins og þetta:
Og jafnvel úr hlekkjnnum sjóða má sverð
I sannleiks og frelsisins þjónustugerð.
Stökurnar, þar sem hann grípur á einhverjum galla
eða meinloku mannanna, eru og alkunnar. Hún er t. d.
ekki ónýt þessi:
Lastaranum líkar ei neitt,
Lætur hann ganga róginn;
Einni hann lanfblað fölnað eitt,
Þá for-deeinir hann skóginn.
Heilráður var hann og góðgjarn. Þjóð vor má vel
fara eftir þeimjjráðum sem hann hefir gefið henni i hvata-
ljóðum sínum, og engum mun farnast illa af því að festa
eér í hug þessi orð:
Trúðu’ á tvent í heimi,
Tign sem hæsta bor,
Guð í alheims geimi,
Guð í sjálfum þér.
Afl hver á að reyna,
Afl sem hefir þáð;
Sú er sælan eiua,
Sem að fæst með dáð.
Lif er herför ljóssins,
Lif er andans stríð;
Sæk til sigurhróssins,
Svo er æfin fríð.
í þessum erindum er fólgin trúarjátning hans og
lífsskoðun.
Hann var hógværr og drenglyndur. Það kemur fram
í lotningu hans fyrir því sem fagurt var, hreint og göf-
ugt, og í yfirlætisleysi hans. Þau eru sjaldan að gera ráð
fyrir því, skáldin, að ljóðin þeirra gleymist, en Steingrím-
ur byrjaði vísu svona: