Skírnir - 01.01.1914, Side 13
Fyrsta utanför mín.
Ur „Söguköflam af sjálfum mér“.
Eg sigldi um haustið 1856 með jakt okkar; var
skipstjórinn gamall maður, kjarklaus og huglítill. Við
höfðum harða útivist, er varaði 38 daga, og hleyp eg
yfir þá sögu. Síðustu nóttina var mótbyr og sigldum við
framhjá eynni Anholt, þar sem Holberg segir um íbú-
ana:
De leve kristelig
og uære sig af Vrag.
Þar lentum við í þvögu af skipum; eg var uppi og segi
við kafteininn: »Þar koma tvö ljómandi falleg skip! lít-
ið þér á, annað þarnamegin og hitt hinumegin!« »Hvað
þá! eruð þér að dást að ósköpunum í þessum dauðans
háska?« svaraði karlinn byrstur. Þann háska þekti eg
ekki, enda fann sjaldan til hræðslu á þeim dögum. Dag-
inn eftir sigldum við í fögru veðri inn um Eyrarsund.
Brá mér svo við, að eg hljóp upp í reiðann og hélt mér
þar lengi og grét. Hvílík fegurð á bæði borð og við-
brigði. Hefir mér æ síðan þótt Danmörk fagurt land,
ekki sízt frá sjó að sjá. Hinir háu skógar bæta og mikið
vöntun fjallanna. Að lýsa áhrifum Hafnar og Hafnar-
lífsins er óþarfi. Eg tók mér verustað úti á Kristíáns-
höfn — ekki man eg fyrir hvers tilstilli; þar borðuðu Is-
landsfarar og voru háværir, en máli þeirra hafði eg gam-
an af. Konan í húsinu hét md. Mikkelsen, og var mað-
ur hennar efri stýrimaður með gufuskipinu »Geysi«, er gekk
milli Hafnar og Stettín. Þá voru ekki fleiri en 2 gufu-
skip í förum í Danmörku, hét hitt »Hekla«, og voru hjól-