Skírnir - 01.01.1914, Page 17
Fyrsta utanfijr mín.
17
eg peninga og launaði »frater« góðviljann. Eitt sinn var
eg við kvöldborð með honum hjá Iiúsavíkur-.I ohnsen, er
bjó úti á Kristíánshöfn. Frú Hildur kona hans, hið mesta
gæzkublóð, bar duglega á borð fyrir Magnús og sagði:
»Það vildi eg að yður félli nú þessi matur, því þér kom-
ið alt of sjaldan«. Sýndist mér og »frater« borða ámæl-
islaust og var hinn hreifasti. Hildur var hin ágætasta
kona, og lærði eg hana vel að þekkja mörgum árum síð-
ar; maður hcnnnr tók okkur heldur fálega, var haltur af
gigt og skókreppu og dæsti mjög meðan dóttir hans Jenny,
þá hálfvaxin, var að toga af honum stígvélin. Sú stúlka
giftist hefðarprestinum Jantzen í Gentofte og varð móðir
Jantzens, er um aldamótin var einn í Norðurljósanefnd-
inni með Adam Paulsen, þeirri er sat hér á Akureyri.
Edvald læknir var sonur þeirra hjóna, er 15 árum seinna
ferðaðist með mér yfir Noreg og batt vinfengi við mig
upp frá því.
Eg tók þátt í fimleikaæfingum með íslenzkum stúdent-
um í Austurgötu; var kennari okkar islenzkur í móður-
ætt og hét Magnús Johnsen. Þar sýndum við glímur, og
dáðist kennarinn að þeirri íþrótt, var þó enginn okkar
vel fær Þar reyndi eg mig við Arnljót, Guðbrand Vig-
fússon, Steingrím Th. og fleiri, og var Arnljótur einna
röskvastur, Steingr. var og vel hnellinn, en eg dró mig
heldur í hlé, og naut þess þó síðar hjá Steenberg okkar í
skóla, að eg hafði framast á Austurgötu í skylmingum.
Enn fleiri landa minna er mér skylt að geta, þótt
ekki væru stúdentar. Til Seidelins kennara gengu tveir
aðrir Vestfirðingar og hétu báðir Ólafar, annar sonur
Matthíasar Ásgeirssonar prófasts í Holti (d. 1835), en hinn
var Ólafsson. Þeir voru siðsamir piltar, en litlir náms-
menn. Hinn síðarnefndi var þó hið mesta reikningshöfuð,
sem eg hefi þekt, gat leyst hvert dæmi nálega á svip-
stundu með höfuðreikningi, en dönskuna nam hann bæði
seint og illa. Kennarinn var kryplingur og smámæltur,
en spéhræddur í meira lagi, og varð okkur oft að grípa
fyrir munninn, er hann og »Ólsen« áttust við. »De skal
2