Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1914, Page 22

Skírnir - 01.01.1914, Page 22
22 Dönsk barátta nm andlegt frelsi. prenti, að málið sé ekki höfðað gegn Arboe-Rasmussen fyrir neitt það, er hann hafi sagt eða gert við preststörf sín. Aður en veruleg rekistefna varð út úr Arboe-Kasmus- sen presti, hafði hann um nokkuð mörg ár krafist hljóðs fyrir trúarbrögð, sem ekki væru bundin á jafn-ramman kredduklafa, eins og tíðast er um trúarbrögð Dana, að minsta kosti þau er mest láta á sér bera. Danir hafa yfirleitt reynst furðu kredduföst þjóð — þeir, sem ekki hafa snúið baki við trúarbrögðunum. Andi heimatrúboðs- ins sveimar þar yfir vötnum kirkjunnar, og hefir jafnvel — að mér skilst til mikilla muna — smogið inn í hug- skot gamalla andstæðinga sinna, Grundtvigsmannanna. Guðfræðideild danska háskólans er íhaldssamari en títt er við aðra mótmælenda-háskóla Norðurálfunnar — þó að auðvitað verði ekki kenningar hennar bornar saman við guðfræði vestur-íslenzka kirkjufélagsins. Og fremur er það sjaldgæft, að út komi í Danmörk guðfræðirit, sem þeim mönnum, er einhverja þekking hafa á veigamiklum um- ræðum nútíðarmanna um andleg mál, finnist nokkurt verulegt gagn að að lesa. Að hinu leytinu hefir allmik- ill hluti danskrar þjóðar, einkum úr hópi mentamanna og vérkamanna, snúið baki við trúarbrögðunum með öllu, lítur svo á, sem þau samsvari ekki þörfum mannsandans leng- ur, og hafi engan sannleik á boðstólum, lætur þau annað- hvort sig engu skifta, eða hefir gerst þeim beint andvíg ur. Gil hefir verið að myndast, í Danmörk eins og ann- arstaðar, milli trúarbragðanna annars vegar og hinnar almennu menningar hins vegar, Þessa gjá hefir Arboe- Kasmussen prest, eins og nýguðfræðinga í öðrum lönd- um, langað til að brúa. Hann vill nema burt þær trúarkenningar, sem sannast hefir, að eru rangar; hann tekur ekki algildar aðrar kenningar en þær, sem Kristur hefir sjálfur boðað; og hann vill samþýða trúarbrögðin, að svo miklu leyti, sem unt er, þekking og hug nútíðarmanna. Yfirvöld kirkjunnar létu ekki um stund þessa viðleitni til sín taka; með málið var farið svo,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.