Skírnir - 01.01.1914, Síða 22
22
Dönsk barátta nm andlegt frelsi.
prenti, að málið sé ekki höfðað gegn Arboe-Rasmussen fyrir
neitt það, er hann hafi sagt eða gert við preststörf sín.
Aður en veruleg rekistefna varð út úr Arboe-Kasmus-
sen presti, hafði hann um nokkuð mörg ár krafist hljóðs
fyrir trúarbrögð, sem ekki væru bundin á jafn-ramman
kredduklafa, eins og tíðast er um trúarbrögð Dana, að
minsta kosti þau er mest láta á sér bera. Danir hafa
yfirleitt reynst furðu kredduföst þjóð — þeir, sem ekki
hafa snúið baki við trúarbrögðunum. Andi heimatrúboðs-
ins sveimar þar yfir vötnum kirkjunnar, og hefir jafnvel
— að mér skilst til mikilla muna — smogið inn í hug-
skot gamalla andstæðinga sinna, Grundtvigsmannanna.
Guðfræðideild danska háskólans er íhaldssamari en títt er
við aðra mótmælenda-háskóla Norðurálfunnar — þó að
auðvitað verði ekki kenningar hennar bornar saman við
guðfræði vestur-íslenzka kirkjufélagsins. Og fremur er það
sjaldgæft, að út komi í Danmörk guðfræðirit, sem þeim
mönnum, er einhverja þekking hafa á veigamiklum um-
ræðum nútíðarmanna um andleg mál, finnist nokkurt
verulegt gagn að að lesa. Að hinu leytinu hefir allmik-
ill hluti danskrar þjóðar, einkum úr hópi mentamanna og
vérkamanna, snúið baki við trúarbrögðunum með öllu, lítur
svo á, sem þau samsvari ekki þörfum mannsandans leng-
ur, og hafi engan sannleik á boðstólum, lætur þau annað-
hvort sig engu skifta, eða hefir gerst þeim beint andvíg
ur. Gil hefir verið að myndast, í Danmörk eins og ann-
arstaðar, milli trúarbragðanna annars vegar og hinnar
almennu menningar hins vegar, Þessa gjá hefir Arboe-
Kasmussen prest, eins og nýguðfræðinga í öðrum lönd-
um, langað til að brúa. Hann vill nema burt þær
trúarkenningar, sem sannast hefir, að eru rangar;
hann tekur ekki algildar aðrar kenningar en þær,
sem Kristur hefir sjálfur boðað; og hann vill samþýða
trúarbrögðin, að svo miklu leyti, sem unt er, þekking og
hug nútíðarmanna. Yfirvöld kirkjunnar létu ekki um
stund þessa viðleitni til sín taka; með málið var farið svo,