Skírnir - 01.01.1914, Síða 24
24
Dönsk barátta um andleg't frelsi.
Tilefnið var það, að A.-R. sótti um betra »brauð«.
Hann hefir verið í tekjurýru embætti úti á Jótlandi (Skib-
sted). Nú sótti hann um gott prestakall á Falstri (Vaalse).
Jafnvel ýmsir þeirra, sem ekki höfðu viljað reka hann úr
fátæka Jótlands-»brauðinu«, máttu ekki til þess hugsa, að
hann yrði fluttur þangað sem fjárhagur hans batnaði —
af því að með því lýsti kirkjustjórnin trúarskoðanir hans
góðar og gildar, sögðu þeir.
Veiting prestakalla gerist með þeim hætti í Danmörkr
að kirkjumálastjórnin sendir umsóknirnar sóknarnefndinni
í því prestakalli, sem um er sótt. Sóknarnefndin velur
úr þrjá af umsækjendunum; einhverjum þeirra þriggja
verður konungur að veita embættið, og helzt er ætlast til
þess, að þeim sé veitt það, sem efstur verður á skrá
sóknarnefndarinnar. Þegar konungur heflr veítt embætt-
ið, sendir biskupinn frá sér nokkurs konar innsetningar-
bréf, sem nefnt er »Kollats«, einkar hátíðlega orðað vott-
orð um það, að sá, sem embættið hefir fengið, sé réttilega
skipaður sóknarprestur í hlutaðeigandi prestakalli, ásamt
áskorun til safnaðarmanna um að taka honum vel. Þetta
biskupsbréf er síðasti liðurinn.
Kirkjumálastjórnin dró í fyrstu undan umsókn A.-R.,
sendi hana ekki sóknarnefndinni í Vaalse með hinum um-
sóknunum. Appel var þá enn kirkjumálaráðherra, og lík-
legast hefir honum staðið beygur af þeim ólátum, sem
hann heflr búist við, að út úr þessum umsækjanda yrðu.
En sóknarnefndin ritaði ráðherra, og gekk eftir umsókn
A.-R.; og ráðherra fékk líka áskorun sama efnis, sem
undirskrifuð var af fjölda manna í prestakallinu. Ráð-
herra varð þá við þessum tilmælum, og sendi sóknar-
nefndinni umsóknina. Þar með hafði stjórnin viðurkent
A.-R. sem gildan og góðan umsækjanda. Sú ráðstöfun
var eitt af síðustu stjórnarstörfum Appels. Rétt á eftir
urðu stjórnarskifti, og síra Keiser Nielsen, þingmaður
Vaalse-kjördæmis, varð kirkjmálaráðherra.
Kú fór Wegener, biskupinn yfir Lálandi og Falstri,
sá biskupinn, sem átti að fá A.-R. inn í umdæmi sitt, ef