Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 27
Dönsk barátta um andlegt frelsi.
27
ófrjálslyndur biskup, maður, sem orðið hefir lengra aftur
úr tímanum en alment gerist, þá ætti það að vera á hans
valdi að girða fyrir það, að prestur með hugsanir nútíð-
axinnar kæmist inn i umdæmi hans, þó að söfnuðirnir
vildu fá hann, og þó að öðrum biskupum og landsstjórn
þætti ekkert að honum að finna. Flestir lesendur Skírnis
munu vera sammála um, að slikt fyrirkomulag væri ótækt
og æðsti biskup dönsku kirkjunnar hafi talað nokkuð
furðulega. í raun og veru eru ummæli biskupsins ekki
annað en vottur þess, hver þoka liggur yfir hugum manna
í Danmörk, þegar þeir eiga að taka afstöðu til andlegs
frelsis.
En af máli A.-R. er það frekara að segja, að föstu-
daginn 29. ágúst árdegis átti Wegener biskup langt tal
við kirkjumálaráðherrann. Ráðherra virðist ekki hafa
farið í neina launkofa með það, að hann ætlaði að veita
A.-R. embættið, enda hafði sú ráðstöfun verið samþykt
áður á flokksfundi. Samkvæmt því lét hann á laugardag-
inn semja tillögu til konungs um veitingu Vaalse-presta-
kails, og ætlaði að halda af stað með hana til Jótlands
þá um kvöldið til þess að leggja hana fyrir konung í
Marselisborg daginn eftir. En áður en liann komst af
stað, kl. um b'/a síðdegis á laugardaginn, kom símskeyti
til kirkjumálaráðuneytisins um það, að »biskupsembættið
í Vébjörgum« hefði ályktað að stefna A -R. fyrir prófasts-
rétt til rannsóknar, og dóms, ef svo vildi verkast, út af
trúmálaskoðunum hans. Wegener biskup hafði þá farið
til Sjálandsbiskups frá ráðherra. Laugardagsnóttina liöfðu
þeir báðir farið til Vébjarga, og stefnt hinum biskupunum
þangað. Arangurinn af þeim biskupafundi hefir svo orðið
þessi málshöfðun Vébjargabiskupsins gegn A.-R.
Með því að beita ráðherra þessum brögðum tókst
biskupunum að stemma að sinni stigu fyrir því, að A.-R.
fengi embættið. Stjórnin treysti sér ekki til að veita
honum það, meðan hann væri undir kæru, svo að veit-
ingunni var frestað. Mál A.-R. á fyrst að koma fyrir svo
nefndan prófastsrétt, sem skipaður er einum prófasti og