Skírnir - 01.01.1914, Síða 29
Dönsk barátta um andlegt frelsi.
29
um tímum«. Trúarjátningin verður jafnvel alt önnur
mönnum í sömu kirkjudeildinni. Katólskur kreddufræð-
ingur, katólskur dultrúarmaður og katólskur alþýðumaður
fá hver sína trúarjátning út úr postullegu trúarjátning-
unni. Og enn meiri brögð eru og hljóta að vera að þessu
innan mótmælendakirknanna, af því að þær leggja svo
mikla áherzlu á »kenninguna«, sem aftur stafar af því,
að prédikunarinnar gætir þar svo miklu meira en í kat-
ólsku kirkjunni.
Annar kaflinn er um »meyjarfæðinguna«. Þar sýnir
A-R. fram á það, að eiginlegir höfundar Nýja Testament-
isins hafl alls ekki haldið henni fram, þeir fáu staðir í K.
T. sem það geri, séu síðari viðbætur og innskot. Meyjar-
fæðingin eigi upprunalega ekkert skylt við kenninguna
um guðdóm Krists, heldur sé hún komin inn frá grískri
heiðni. Þeir Nýja Testamentis-höfundar, sem fastast haldi
fram guðdómi Krists — Jóhannes og Páll — minnist ekk-
ert á hana. Og guðssonar-heitið eigi upphaflega í Nýja
Testamentis-ritunum við alt annað en yfirnáttúrlegan
getnað.
Þá er þriðji og síðasti kaflinn um prestaheitið. Það
heiti, sem danskir prestar vinna, er nokkuru margbrotn-
ara en heiti íslenzkra presta, eins og það varð með nýju
helgisiðabókinni, enda hafa heyrst ummæli eftir dönskum
prestum um það, að íslenzka heitið sé mikið betur orðað.
A-R. ritar um hvert atriði danska heitisins út af fyrir sig,
og sýnir einkar greinilega fram á það tvent: að það
hefir aldrei verið tilætlunin að binda menn við einstök
atriði trúarjátninganna, heldur aðeins við anda þeirra og
meginstefnu, og að slíkt band næði engri átt, þar sem
menn hafa fundið ósamræmi milli ýmsra þeirra atriða og
spámannlegra og postullegra rita heilagrar ritningar; en
við þau rit eru danskir prestar sérstaklega bundnir. Þá
sýnir og höf., að ýmsir ágætismenn lúterskrar kirkju hafa
beint ritað og prédikað móti ýmsum atriðum trúarjátning-
anna, þar á meðal atriðum í postullegri trúarjátning, án
þess að nokkurum manni hafl komið til hugar, að slíkt