Skírnir - 01.01.1914, Side 32
32
Dönsk barátta um audlegt frelsi.
III.
Þessi danska barátta gegn andlegu frelsi, sem að
nokkuru heflr verið skýrt frá hér að framan, gæti orðið
tilefni til margvíslegra hugleiðinga. En nú er orðið lítið
eftir af því rúmi, sem Skírnir getur veitt mér að þessu
sinni. Önnur eins mál og þessi vekja livarvetna athygli,
þar sem til þeirra spyrst í kristnum heimi. Og ekki er
síður ástæða fyrir oss Islendinga en aðra til þess að at-
huga þetta mál- Áhrifln eru svo mikil, sem vér fáum alt
af frá Danmörku, enda sami dómstóllinn, sem að lokum
á að dæma mál A.-R., eins og hér ræður síðustu úrslitum
allra dómsmála Og hér á landi hefir á síðustu tímum
heyrst skraf í sömu áttina eins og nú er verið að halda
í Danmörku, skraf um það, að menn með þekking og
hugsunum nútíðarinnar séu ekki hafandi kennimenn í ís-
lenzkri þjóðkirkju. Munurinn helzt sá, að í Danmörku er
sá hugsunarháttur runninn frá ofsatrúarmönnum, sem í
skammsýni sinni hyggjast að vernda kirkjuna með því að
bægja nýjum hugsunum frá henni, en hér á landi ber
einkum á henni hjá mönnum, sem vilja halda þjóðkirk-
junni í sem mestri óvirðing, til þess að auðveldara verði
að losna við hana.
Eg mintist á áhrifln frá Danmörk. Og þá er örðugt
að bindast þess, að renna huganum til Englands. Rétt
um sama leyti, sem dönsk þjóðkirkja er að höfða mál
gegn Arboe-Rasmussen fyrir að rita eins og frjáls og ment-
aður maður, prédikar einn af biskupum ensku kirkjunnar
yflr helztu vísindamönnum Stórbretalands. Hann fagnar
því þá, að kreddufesta liðinna daga sé dauð. Hann þver-
neitar því þá, að kirkjan eigi ekki að halda áfram að
leita sannleikans Hann lýsir yflr því som sinni sannfær-
ing, að trúarfélög, sem amist við rannsóknum, stirðni og
hljóti að deyja. Hann kannast við þá ómensku kirkjunn-
ar, að rétta aldrei djúphyggjumönnum verulega hjálpai-
hönd; en hann talar jafnframt um það með metnaði, að
enska kirkjan eigi samt nokkra djarfa andans menn, sem
leitist við að rannsaka, eigi að eins biblíuritin, heldur og