Skírnir - 01.01.1914, Síða 34
34
Dönsk barátta um andlegt frelsi.
en að gera sjálfan sig að skotmarki í örvadrífunni. En
það er í raun og veru að hopa af hólmi. Eitt af hlut-
verkum þeirra manna, sem öðlast hafa þekking á ein-
hverju máli. er að fá það viðurkent, að frjálslyndið og
sannleikurinn eigi rétt á sér, einmitt á því sviði, sem
þeir starfa sjálfir. Það getur ekki verið skylda nokkurs
manns að ganga ótilneyddur út úr kirkju, sem kennir sig
við Krist, fyrir það, að hann er að leita sannleikans. Það
getur ekki verið skylda nokkurs prests, sem íinnur sig i
samræmi við kenningu Krists, að hverfa ótilneyddur frá
starfi sínu, ef hann heíir söfnuð, sem er ánægður með
hann — eins og Grundtvig gamli hélt fram. Og hver
yrði afleiðingin af því, ef allir kennimenn með nýja þekk-
ing og nýjar skoðanir teldu sér óheimilt að vera kyrrir í
kirkju sinni? Mundi ekki sú kirkja »stirðna og hljóta að
deyja«? Þetta hafa menn líka séð á öllum öldum, og
hagað sér eftir því. Lúter til dæmis að taka, fór ekki
út úr katólsku kirkjunni ótilneyddur. Og mest er um það
vert, að Kristur sjálfur fór aldrei út úr sinni þjóðkirkju
— svo mikið sem þar bar þó á milli.
Nærri því óskiljanlegt er það, að til skuli vera þeir
prestar, sem leggja kapp á að gera skoðanafrelsi prest-
anna að engu — prestar, sem eru svo skammsýnir, að
þeir sjá það ekki, að frelsið er eitt aðalskilyrði þess, að
nútíðarmenn geti litið virðingaraugum á starf þeirra. Þ a ð
sjá vafalaust þeir menn liér á landi rétt, sem harðast
vilja leika kirkjuna, að áreiðanlegasti vegurinn til þess
að koma henni fyrir kattarnef er sá, að binda kennimenn
hennar á kenningarklafa.
Einar Hjörleifsson.