Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 39
Hvað er dauðinn?
39
hann, er næstum barnalega ófullkomin og ætíð mjög tak-
. mörkuð, og ef til vill er hún ekki annað en sjúkdómur í
okkar eiginlegu skynsemi — ský, sem hylur sólina. Væri
það ekki sama sem að heimta, að höndin gæti skynjað
ljósið eða augað andað að sér blómailminum, að krefjast
þess, að hún búi í oss óbreytt um alla eilífð og að vér
með henni getum skynjað alt það, er tíminn ber í skauti
sínu? Eða væri það ekki eins og ef veikur maður gæti
ekki trúað því að hann væri sami maðurinn, er hann
væri orðinn frískur aftur, nema því að eins að hann héldi
áíram að vera veikur þrátt fyrir það þó honum væri
batnað. Eða sá sem hefði lifað blindur og heyrnarlaus
langa æíi og alt í einu öðlaðist sjón og heyrn og gæti
orðið allra unaðsemda heimsins aðnjótandi, ætli hann
gleymdi ekki bráðlega þeim fáu skynjunum og óljósu
hugsunum, er stöfuðu frá fyrra ásigkomulagi hans —
gleymdi sinni fyrri einstaklingsvitund.
Það yrði of langt mál hér að telja alt það, er höf.
nefnir, til að sýna fram á, hve ófullkomin einstaklings-
vitundin sé, og hve mikil ógæfa það í raun réttri væri,
ef vér ættum að burðast með hana óbreytta um alla
eilífð. Og telur hann það einhverja helztu sönnunina
fyrir barnaskap vitundar vorrar, að nokkrum geti komið
til hugar að æskja slíks. Þá er það líka aðgætandi, að
eigi vitund vor að geta lifað alla þá komandi eilífð, hljóti
hún líka að öllum líkindum að hafa átt sér einhvers kon-
ar líf um alla þá eilífð, sem gengin er á undan þessu
stutta jarðlífstímabili. Eða ættum vér að halda að vitund
vor hefði skapast við fæðing vora, af þeirri ástæðu, að
vér ekki sjálfir myndum eftir annari tilveru en jarðlííi
voru? Og er vér reynum að grannskoða ómælisdjúp ei-
lífðarinnar, þar sem alt það er skeður, hlýtur einhverju
sinni áður að hafa skeð, virðist þá ekki sennilegast, að
vér höfum átt mýmargar vitundir, sem jarðlíf vort nú
hylur sjónum vorum. Ef nú þessar vitundir hafa átt sér
stað, og ef vitund vor á að lifa dauða vorn af, þá hljóta
hinar aðrar vitundirnar einnig að vera á lífi, því engin