Skírnir - 01.01.1914, Page 40
40
Hvað er dauðinn?
ástæða virðist til að ætla, að jarðvitund vor standi hinum
vitundunum svo miklu framar, að hún ein ætti heimting
á þeirri guðs gjöf að vera ódauðleg. Og setjum nú að
allar vitundirnar séu ódauðlegar og endurvakni samtímis
í oss, hvað ætli þá yrði úr vorri lítilsigldu fárra augna-
blika gömlu járðvitund innan um allar þær eilífu verur?
Og enda þótt hún gæti gleymt öllum sínum fyrri vitund-
um, hvað ætli yrði þá samt úr henni innan um allar
árásir, aðrensli og aðflutning, er ætti sér stað um alla
eilífð eftir jarðlíf hennar ? Væri hún ekki eins og örlítil
ey, er tvö úthöf bryti á án afláts ? Hún mundi ekki geta
haldið sér óskertri, jafn lítilsigld og ósjálfstæð og hún er,
nema með því móti, að forðast öll ytri áhrif og lifa um
eilífð einangruð og köld og kærulaus fyrir öllu eins og
kuðungur í skel sinni, enda þótt liún væri umkringd af
ósegjanlegum leyndardómum og ótrúlegustu fjölbreytni og
dásemdum, og án þess að sjá neitt af þessu eða skilja.
Og þetta væri í sannleika sá hinn versti dauði og hin
verstu örlög, er vér gætum beðið.
»Alt bendir því í áttina til alheimsvitundar eða vit-
undar er sé frábrugðin jarðvitund vorri«, segir höf., og skul-
um vér nú athuga við hvað hann styður þá skoðun sína.
Eins og kunnugt er, halda guðspekingar (teósófar) og
nýöndungar því fram, að vitund mannsins lifl eftir dauð-
ann, og það er eitt af trúaratriðum guðspekinnar að vit-
undin — sálin — þroskist jafnt og þétt í öðru lífi Nokkrir
guðspekingar þykjast og sannfærðir um sálnaflakk, enda
er það gömul indversk trú, að andinn geti tekið sér bú-
stað aftur í lifandi veru eftir dauða líkamans, og margir
merkir menn hafa aðhylst þessa kenningu, t. d. Annie
Besant og Max Muller.
»Þetta getur nú látið nógu vel í eyrum«, segir Maeter-
linck, »en sannanir vantar«. Hann kveðst árangurslaust
hafa leitað að einni einustu sönnun í beztu ritum guð-
spekinga nútimans. Alt lendi þar í endurteknum stað-
hæfingum, sem eigi séu á neinum föstum grundvelli bygð-
ar. Og aðalsannanir þeirra, eða réttara sagt e i n u sann-