Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1914, Page 42

Skírnir - 01.01.1914, Page 42
42 Hvað er dauðinn? an eins og einhvers konar þokuslæða í kringum hana, og i þokunni sá hann ýmislegt, sem hann aldrei síðar gat komið auga á. Enn var dáleiðslan aukin og varð þá gamli maðurinn smám saman að barni aftur. Því næst kom algjör þögn og þá alt í eiuu rödd gamallar konu, látinnar. Hún hafði verið illmenni í lifandi lífi og byggir nú myrkheim með illum öndum, eru það iðgjöld hennar. Hún talar veikum rómi, en þó greinilega og svarar afdráttarlaust öllu sem hún er að spurð. Enn er svefninn aukinn á Jósefínu, og næst þá í þessa konu í lifanda lífi. Hún kveðst heita Philomene Carteron. Henni liður þá vel, en svarar fremur þurlega öllu því sem hún er að spurð. Hún rekur æfiferil sinn, segir frá giftingu sinni o. s. frv. Hún segist næst áður hafa verið stúlkubarn, en dáið þá á unga aldri. Þar á undan hafði hún verið karlmaður og framið þá manndráp, og það er til hegningar fyrir það, að henni hefir liðið illa í myrkheimi, jafnvel eftir að hún dó á barnsaldri, énda hafði henni ekki þá unnist tími til að bæta fyrir misgerð- ir sínar er hún framdi í karlmannslíki næst áður. Þó þessar og þvílikar tilraunir megi virðast all-ein- kennilegar og trúaðir áhangendur sálnafiakkskenningarinn- ar telji þær tíðum fulla sönnun á sínu máli, finst Maeter- linck þær þó ekki bera órækan vott um að eigi geti þær stafað frá undirvitund miðilsins eða jafnvel einhverra, er viðstaddir eru. Hann bendir og á hve einkennilegt það er, að engin af þessum margendurfæddu sálum skuli geta gefið neinar verulegar upplýsingar um lífið handan við gröf og dauða. Þeir tala að eins um myrkur eða ónóga birtu, þar sem þeir séu, og það er alt og sumt — líklega af því þeim sé allsendis ókunnugt um alt saman. Hugsanlegt væri þó, segir höf., að náttúran færi ekki stórstökkum, þegar um dauðann er að ræða frekar en ann- arstaðar og að sjálfsvitundin sé því einkar ófullkomin í fyrstu eftir andlátið, en smáþroskist með tímanum, nái
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.