Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 43
Hvað er dauðinn ?
43
loks æðri heimum og hætti þá að endurfæðast, og geti úr
því eigi komist í neitt samband við okkur framar.
En þó höf. bendi á þennan möguleika, er hann sem
sagt ekki trúaður á sálnaflakk eða yfir höfuð á framhald
lífs eftir dauðann með sömu einstaklingsvitund og vér
höfum hér á jarðríki.
Þá bendir höf. og á hve einkennilegt það er, að önd-
ungar, sem tíðum þykjast sannfærðir um að hafa náð tali
af framliðnum, aldrei fá neinar óvæntar fregnir um ástand
þeirra í öðru lífi. Venjulegast lítur svo út, sem öll við-
leitni hinna látnu, andanna, stefni að því einu markmiði
að ættfæra sjálfa sig og minna á ótal smáatriði úr jarð-
lífi sinu.
Höf. skýrir nákvæmlega frá öllum helztu rannsóknum
um andatrúna, og dregur af þeim þær ályktanir, að kalla
megi sannað, að svo miklu leyti sem unt sé að færa sönn-
ur á nokkurn atburð, að vera, andleg eða líkamleg, eins
konar svípur eða endurskin þess er deyr, geti dvalist hér
eftir, og haldið sér um hríð, geti aðskilið sig frá líkaman-
um og lifað þótt hann deyi, geti farið óravegu á einu vet-
fangi, geti komið lifandi mönnum fyrir sjónir og jafnvel
haft tal af þeim.
Þó eru þessir svipir mjög skammæir. Ekki sjást þeir
nema rétt í andlátsaugnablikinu eða rétt þar á eftir, og
ekki Tirðast þeir hafa neina hugmynd um andlegt líf, eða
um neins konar líf, annað en líkamslíf það, er þeir hafa
nýslitið sig frá. Ekki virðast þeir vita neitt, er þeir ekki
vissu i lifanda lifi, og aldrei liafa þeir sagt neinar nýung-
ar úr heiminum handan við gröf og dauða. Og brátt
verða þeir að reyk og hverfa að fullu og öllu.
Eru svipir þessir fyrsti bjarmi annars lífs, eða síðasti
geisli jarðlífsins? Er þetta síðasti möguleiki hinna látnu
til að gera oss vart við sig? Halda þeir samt sem áður
áfram að lifa í kringum okkur, án þess þeim sé framar
unt, þó fengir vildu, að gera okkur vart við sig, af því
okkur vanti skynfæri til að skynja þá með, á sama hátt
og þann, er blindur er fæddur, vantar skynfæri til að