Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 47
Hvað er dauðinn?
47
hátt að verða hluttakendur i alheimsvitundinni. Þó kann-
ast hann við, að vel sé liugsanlegt að endurminningin um
einstaklingseðli vort hér á jörðu geti haldist, enda þótt
vér öðlumst nýja og betri vitund í öðru lífi.
Ef það er óhugsandi, segir hann, að nokkur hlutur,
t. d. hreyfing, sveiflur, geislun, hverfi og verði að engu,
hví ætti þá hugsun vor að verða að engu? Eflaust eru
þó margar þær hugsanir til, er ætla mætti um, að þær
gætu sameinast vorri nýju vitund, endurnærst og þrosk-
ast af öllu því er umkringir þær, á sama hátt og vor
jarðneska vitund smámsaman nærðist og þroskaðist af öllu
því, er fyrir hana bar.
Og eins og við höfum öðlast vort núverandi ég, hvað
ætti þá að vera því til fyrirstöðu, að við gætum öðlast
annað ég?
Höf. virðist það alls eigi óhugsandi að andi vor gæti
öðlast þessa nýju sjálfsvitund eftir dauðann og haldið
áfram að þroskast eilíflega. Og ekki væri ólíklegt segir
hann, að göfugustu þrár vorar hér á jörðu verði lögmál
það, er ræður framtíðarþroskun anda vors. Og ekki væri
það ósennilegt að göfugustu hugsanir vorar taki móti oss
fyrir handan dauðans haf, og að innri maður vor hér á
jörðu yrði þess að nokkru ráðandi, hvernig framtíðarvit-
und vor yrði.
En höf. álítur, að ef vér viljum hugsa oss, að andi
vor haldi einstaklingseðli sínu um alla eilifð, þá
verðum vér líka að hugsa oss, að framþróun hans nemi
einhverntíma staðar, að hann geti orðið fullþroskaður.
En þá hlyti hann að verða að nokkurs konar andlegum
steingjörfingi, og það væri — að vísu óskiljanlegur —
en eilífur dauði. Ef vér þar á móti hugsum oss, að
andinn haldi áfram að lifa og þroskast um alla eilífð, þá
hlýtur hann smámsaman að öðlast alla eiginleika hinnar
eilífu ómælistilveru, og af því leiðir, að hann á endanum
verður eitt og hið sama, og með öllu óaðgreinanlegur frá
alheimsvitundinni.