Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1914, Side 54

Skírnir - 01.01.1914, Side 54
54 Hvar er Lögberg hið forna? 1893'). Þar sem eg skil ekki sumt, sem er í þessum Lög- bergs kafla Olsens, og felli mig ekki við rökfærslu hans í þessu Lögbergs máli, þá vildi eg leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við kaflann, þó eg viti að eg er engan veginn fær um það, og er langt frá flestum hjálp- armeðölum. Kaflann um Lögberg byrjar Olsen með þessum orð- um: »Enginn staður í þingmarki alþingis hins forna er nefndur jafn oft í fornum ritum eins og Lögberg«. Af öllum þessum stöðum segir hann að það séu mjög fáir, sem ráða megi af hvar Lögberg hafl legið. »Orsökin til þess«, segir Olsen, »liggur í augum uppi. Sagnaritararnir og þeir, sem skrifuðu hinar fornu lögbækur, þektu þennan stað betur en alla aðra staði á Þingvelli, og þeim datt ekki í hug, að nokkurn tíma mundi verða hinn minsti vafi á hvar hann hefði legið, en af þessu leiddi aftur, að þeir ekki hirtu um að skíra firir lesendum sinum legu þessa staðar, einmitt af því að hún var svo alkunn og sjálfsögð«. Það er líka ótrúlegt, og lítt skiljanlegt, að þjóðin hafl nokkurn tíma gleymt hvar hinn þjóðkunni og merkilegi staður hafl legið. Próf. Olsen segir: »Guðbrandur Vigfússon mun first- ur manna á þessari öld hafa efast um það, að Lögberg hið forna hafi verið þar sem nú er kallað Lögberg«* 2). Orðin »á þessari öld« hefðu að líkindum mátt falla burtu, því það mun verða erfitt að s a n n a það, að nokkur Is- lendingur hafi á undan Guðbrandi efast um hvar Lögberg væri. Þegar Olsen hefir meðal annars getið þess, að Kálund hafi fallist á skoðun Guðbrandar hvar hið rétta Lögberg muni vera, segir hann að Sigurður Vigfússon haldi því fast fram, að Lögberg sé þar sem sagt hefir verið, og að V. Finsen hafi fallist á skoðun Sigurðar. Olsen segir að því ‘) German. Abhandl. zum LXX. Geburtst. Konrad von Maurers 'G-öttingen 1893, bls. 137—147). 2) Germanistische Abhandlungen, bls. 137—138.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.