Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 54
54 Hvar er Lögberg hið forna?
1893'). Þar sem eg skil ekki sumt, sem er í þessum Lög-
bergs kafla Olsens, og felli mig ekki við rökfærslu hans
í þessu Lögbergs máli, þá vildi eg leyfa mér að gera
nokkrar athugasemdir við kaflann, þó eg viti að eg er
engan veginn fær um það, og er langt frá flestum hjálp-
armeðölum.
Kaflann um Lögberg byrjar Olsen með þessum orð-
um: »Enginn staður í þingmarki alþingis hins forna er
nefndur jafn oft í fornum ritum eins og Lögberg«. Af
öllum þessum stöðum segir hann að það séu mjög fáir,
sem ráða megi af hvar Lögberg hafl legið. »Orsökin til
þess«, segir Olsen, »liggur í augum uppi. Sagnaritararnir
og þeir, sem skrifuðu hinar fornu lögbækur, þektu þennan
stað betur en alla aðra staði á Þingvelli, og þeim datt
ekki í hug, að nokkurn tíma mundi verða hinn minsti
vafi á hvar hann hefði legið, en af þessu leiddi aftur, að
þeir ekki hirtu um að skíra firir lesendum sinum legu
þessa staðar, einmitt af því að hún var svo alkunn og
sjálfsögð«. Það er líka ótrúlegt, og lítt skiljanlegt, að
þjóðin hafl nokkurn tíma gleymt hvar hinn þjóðkunni og
merkilegi staður hafl legið.
Próf. Olsen segir: »Guðbrandur Vigfússon mun first-
ur manna á þessari öld hafa efast um það, að Lögberg
hið forna hafi verið þar sem nú er kallað Lögberg«* 2).
Orðin »á þessari öld« hefðu að líkindum mátt falla burtu,
því það mun verða erfitt að s a n n a það, að nokkur Is-
lendingur hafi á undan Guðbrandi efast um hvar Lögberg
væri.
Þegar Olsen hefir meðal annars getið þess, að Kálund hafi
fallist á skoðun Guðbrandar hvar hið rétta Lögberg muni
vera, segir hann að Sigurður Vigfússon haldi því fast
fram, að Lögberg sé þar sem sagt hefir verið, og að V.
Finsen hafi fallist á skoðun Sigurðar. Olsen segir að því
‘) German. Abhandl. zum LXX. Geburtst. Konrad von Maurers
'G-öttingen 1893, bls. 137—147).
2) Germanistische Abhandlungen, bls. 137—138.