Skírnir - 01.01.1914, Page 56
56
Hvar er Lögberg hið forna?
svo að orði: »vér scolum fara til logbergs'á
morgin oc fora doma vt'til hrvdningjar
sva it si þ a r s t a at sol se á g i a r h a m r i e n u m
vestra or logsogumanns rumi til at sia a
logbergi*. Aftur á móti efast Olsen um það, að sú
skoðun Sigurðar Yigfússonar sé rétt að g j á h a m a r
enn vestri (eða hærri) tákni örnefni á gjábakkanum«.
Færir Olsen ljós rök fyrir því að gjáhamar og gjábakki
muni merkja það sama og sé í öllum tilfellum meint, þeg-
ar sólina ber yfir þann stað, er vestri gjábakkinn fer fyrst
að gnæfa yfir þann eystri. (Sá staður er kallaður Nón-
þúfa). Þessi skoðun Olsens mun vera vafalaust rétt1).
Þá segir Olsen að Sigurður hafi sýnt það að sönnun
sú, sem þeir Kálund og Guðbrandur hafi komið með fyrir
því, að Byrgisbúð hafi staðið á hraunrimanum, þar sem
nú sé nefnt Lögberg, sé hvergi nærri einhlýt né óyggjandi;-
samt álítur Olsen að Sigurður hafi ekki sannað það fylli-
lega að Byrgisbúð hafi ekki verið á Lögbergi.2)
Sigurður Vigfússon hefir fært fram svo sterk rök fyr-
ir því, að Byrgisbúð hafi ekki verið á Lögbergi, að það
sýnist ekki vera svo auðvelt að hrekja skoðun hans. í
þeim texta Sturlungu, sem Olsen fer eftir, er sagt um
staðinn, þar sem Byrgisbúð var: »Þar gæta gjár
fram; þar var ómögulegt að hafast við, án þess að hlaða stórkostlega
undir, þvi frá efstu hrún gjábarmsins, sem er hvöss, myndast skarpr
halli ofan eftir, og svo myndast gjótur og katlar á hraunhellunni. Svo
mikið sést og af Sturlungas., að búðarvirki Orms muni hafa verið fyrir
vestan á, enda var hentngast að hafa það á gjábarminum. Eg verð því
að telja það með öllu óliklegt, að þetta mikla mannvirki væri svo ger-
samlega með öllu horfið, sem var nppgert skömmu fyrir miðju 13. aldar.
Þetta má sanna af samanburði við svo mörg önnur mannvirki forn, er
eg hefi fundið, og eru þó miklu eldri, enu sjást þó glögt enn í dag, enn
ekki skal eg meira tala um þetta hér á þessum stað“.
Aths. Hafi búðarvirki Orms verið á þessum stað, þá er ekki vel
skiljanlegt fjórðungsdóms nafnið á honum, sem siðar verður minst á,-
nema menn hafi hætt að tjalda búðina, og tekið þá virkið fyrir fjórð-
ungsdóma þingstað.
‘) German. Abhandl. bls. 139.
*) Sama st. bls, 140.