Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 61
Hvar er Lögberg hið forna?
61
glerbrot, er hann hélt að væri úr lítilli könnu, og lýsir
þyí nákvæmlega. Það er dæmi þess hve hann hefir gert
sér far um að lýsa öllu sem nákvæmast1).
Þennan litla grjotbálk' telur Ólsen merkilegan, þótt
lýsing Sigurðar virðist gefa lítið tilefni til þess, hann tel-
ur jafnvel að þar hafi verið fornhörgur eða blótstalli, frá
þeim tíma í heiðni að þeir helguðu þingið með blótum.
Það sýnist reyndar vera undarlegt, ef fornmenn hafa valið
»snarbratta« og óslétta klöpp, til að safnast saman á við
hina hátíðlegu athöfn.
Próf. Ólsen getur þess, að Grrunnavíkur Jón hafi sagt
í ritum sínum að hann hafi í æsku, um 1724, séð steina
á mannvirkinu hjá Snorrabúð. Steinarnir voru svo stórir
að það mátti sitja á þeim og mynduðu hálfhring; þótti
Jóni líklegt að þeir hefðu uppbaflega myndað hring. Stein-
unum velti Jón ofan í öxará og hafði þá fyrir stillur út
í hólmann. Ólsen álítur að steinaröð þessi komi mæta
vel heim við það, að þar hafi Lögberg verið, og steinarn-
ir ætlaðir þeim til að sitja á er áttu sæti á Lögbergi2).
Hafi hringurinn verið einfaldur, sem ekki er annars getið,
þá hefði hann þurft að vera stór, hafi þar átt að sitja að
minsta kosti 150—200 manns, sem óhætt má gera ráð fyrir.
Það virðist liggja nær að ímynda sér að steinaröðin hafi
verið dómhringur eða dómsteinar. Þar sem sagnir hafa
gengið um það, að einmitt á þessum stað hafi verið fjórð-
ungsdóma þingstaður, sem virðist koma vel heim við um-
mæli Gfrágásar 20. k. »Groði scal ganga íhamra
skarð oc setia niþr þar domanda sín«. Sturl-
unga 1. þ. 18. k. nefnir dómsteina »ok settu þrisvar
nidr domendr sína í domsteinum ok mátti
domrinn aldrei nidr setiast«.
UmAlþingis Catastasis frá 1700 og 1735 ritaðikand. mag.
Jón Þorkellsson3). [Hann fann frumritið í konungsbókhlöð-
unni i Kaupmannahöfn, áður var þessi fyrri búðaröð á al-
‘) Árb. f. 1880—81, bls. 14—15.
*) German. Abhandl. bls. 141—142.
s) Árb. 1887 bls. 43-47.