Skírnir - 01.01.1914, Síða 64
Hvar er Lögberg hið forna?
«4
um, á gjábarminum hjá Snorrabúð, það hefði verið lítt
mögulegt að verja ógirtan blett í miðjum búðakransinum.
Það virðist heldur ekki hafa verið hyggileg tilhögun,
að hafa Lögberg vestur á gjábarmi en Lögréttuna austur
á völlum, svo menn hefðu orðið annað hvort að krækja
alla leið suður á brúna á öxará, eða vaða yfir ána, í
hvert skifti er þeir fóru á milli þeirra staða. Hefði Lög-
berg verið í miðjum búðakransinum hjá Snorrabúð, þá
gat ekki hjá farið, að þar hefði verið óverandi fyrir reyk
og svælu, þegar veðri var svo háttað að reykinn frá eld-
stæðunum í kring hefði lagt á staðinn. Og ekki er það
sennilegt, að jafnvitur og hagsýnn maður, sem Snorri
goði er sagður, hefði ekki búð sína fjær Lögbergi en um
10 faðma, þar sem hann gat búist við að liann og menn
hans yrðu fyrir ónæði og átroðningi mikinn hluta dags
og jafnvel um nætur, þegar menn fjölmentu til Lögbergs-
göngu, svo skift hefir þúsundum. Þá hefði búð hans eða
virki verið umkringt af fjölmenni, sem safnast hefði upp
í Almannagjá og skarðið hjá búð hans. Það er líka ekki
vel skiljanlegt að Snorri goði hefði getað heitið þeim Ás-
grími að verja Flosamönnum vígi í Almannagjá, hefði
Lögberg verið hjá búð hans. Hann gat ekki vitað fyrir
hvort bardaginn mundi byrja nær Lögbergi eða Lögréttu;
ef bardaginn hefði byrjað nálægt búð hans, þá var Snorri
og menn hans umkringdir af herflokkum. Af Njálu, 145.
k., sézt að þeir, er sóttu og vörðu málin, voru ýmist að
Lögbergi eða í Lögréttu.
Það hefir fráleitt farið fram i kyrþey, er framkvæmt
var á Lögbergi, þar sem var hringt til Lögbergsgöngu:
»eptir þat var ringt ok gengv allir menn
ti 1 lövgbergs®1) og líka var hririgt til dóma útfærslu:
»oc skal logsogvmaþr lata hringia til
doma ut færslu«2). Það er því ástæðulítið að ætla
það, að þingheimi væri ókunnugt um hvað gerðist á
‘) Njála 124. k.
>) Grág. 24. k.