Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 69
Hvar er Lögberg hið forna?
; 69’
bergi á hendur Vatnsfirðingum, en Snorri lét segia tiL
sektar Rafnssona í lögréttu, þat giördi Jón Murtr, en
synir Halls Kleppiárnssonar sóttu Vatnsfirðinga«.
Það sést hér, að Snorri lá veikur um þingið, Sturla
reið til kirkju, var veikur í fæti; hefir þá líklega flokkur
þeirra feðga farið til Lögbergs, en skilið eftir spjót sín
hjá næstu búð við kirkjuna, þvi að kirkjunni máttu þau
ei koma, sem sjá má af Grágás 263. k.: »M a ð r s c a 1
eigi bera vapn íkirkio ne íbonhusþater
lofat er tíðir at veita, oc eigi scal setia
vid kirkio briost ne vid kirkiu vegi«. Þá
má líka ímynda sér, að Sighvatur og Sturla sonur hans
hafi beðið við kirkjuna og gætt vopnanna meðan synir
Halls Kleppjárnssonar fóru til Lögbergs að lýsa hernaðar-
sökunum á hendur Vatnsfirðingum, og, ef svo hefði verið,
þá benti það á, að Lögberg hafi verið sama megin ár-
innar og kirkjan1).
Um það að Snorri Sturluson lét segja til sektar Rafns-
sona í Lögréttu en ekki að Lögbergi, fer Olsen þessum
orðum: »Hér er athugavert að það átti að lögum að
lísa sekt aðLögbergi en ekkií Lögréttu Hvernig
stendur þá á því, að Sighvatr skuli hér lísa hernaðarsakir
að Lögbergi, eins og rétt var að lögum, enn Snorri skuli
bregða frá lögunum og láta segja upp sekt í Lögréttu.
Ef Lögberg hefir verið að vestan verðu við ána, þá
er það auðskilið, þá var Lögberg á valdi Sighvats og hans
manna, sem voru fyrir vestan á, og hefir Snorra ekki þótt
árennilegt að fara þangað, til að lýsa sektinni, eða senda
') Þegar veður var slæmt sagði lögsögumaður upp lög í kirkjunni
(sjá Grág. 117. k.). Sumt átti að framkvæmast annaðhvort að Lögbergi
eöa i búanda kirkjugarði, t. d. þegar stefut var um ómagameðlag segir
svo (i Grág. 130. k.): „Þeir scolo stefna vm fe þat et næsta
sumar eptir miðvico dagímittþingocstefnahvartz
hann vill iboandakirkiugarðeeðaatlogbergi“. Um
skotmannshlut i hval er sagt (i Grág. 215. k.): „oc ma hanu stefna
hvort sem liann vill at lögbergi eða iboandakirkiO’
g a r ð e“.