Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 72
72
Hvar er Lögberg hiö forna?
nafnið á Almannagjáar barminum hjá Snorrabúð. Sem
eldri höfunda nefnir hann Arngrím lærða, Grunnavíkur
Jón og Svein Sölvason. Eg þekki ekki það sem þessir
menn hafa ritað, er viðkemur Lögbergi, nema það sem
Olsen getur ummæla Jóns frá Grunnavík um steinana,
sem áður er áminst, og er ekki hægt að ráða af því hvort
hann hefir þekt Lögbergsnafnið á hraunrimanum eða eigi.
Og svo hvernig Sveinn Sölvason kemst að orði í annál
sínum, þar sem hann getur um fráfall Nikuláss Magnús-
sonar sýslumanns 1742, að silfurdósir hans hafi fundist á
gjábarmi fyrir norðan Þingvallatún, og að lík hans hafi
fundist sama morgun í gjánni. Hafi Sveinn ekki verið á
Þingvelli þegar þetta skeði, þá getur það verið eðlilegt,
að hann hafi ekki verið viss um í hvaða gjá sýslumaður
druknaði, þ ó honum hefði verið sagt að það hefði verið
hjá Lögbergi, því eftir því sem mig minnir, þá eru þar
fleiri gjár en þær sem umkringja Lögberg. Sveinn hefir
þá heldur ekki þekt Lögréttuspangar nafnið, sem Olsen
segir að hafi verið á hraunrimanum til skamms tíma. En
það er annað sem útlit er íyrir að Olsen, sem vísinda-
manni, hafi láðst eftir að geta um, það er þar sem Lög-
berg er nefnt í búðaröð Sigurðar lögmanns Björnssonar,
sem áður er getið. Þar er þó greinilega tekið fram hvar
Lögberg sé, og í rauninni sýnist taka af öll tvímæli.
Þótt mörgum hætti við, að trúa ýmsu án umhugsun-
ar, sem þeim er sagt í nafni vísindanna, má þó vænta
þess, að menn hugsi sig dáiítið um áður en þeir breyta
nöfnum á merkustu og helgustu stöðum þjóðarinnar. Að
eíns fyrir nokkrar vafasamar misritanir og getgátur.