Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1914, Side 74

Skírnir - 01.01.1914, Side 74
74 Utsýn. Og drauma vinanna hefir mannkynið verið að dreyma frá alda öðli og dreymir þá enn. Hver einstaklingur þess á sitt óskaland, mismunandi að fégurð, að lögun og að útliti og i mismunandi fjarlægð. Og sé einhver sá, er ekkert slikt óðal hefir eignast, er hann öllum snauðari, á ekkert, alls ekkert. »Slíkt nær engri átt«, virðist mér einhver segja. »Draumar eru fánýtir órar, staðlaus reykur«. Sú staðhæfing má gjarnan, fyrir mér, eiga við það, sem fyrir sál vora ber þegar meðvitundin hefir slept af henni tökum, þegar vér sofum. En — oss dreymir líka, og á að dreyma, í vökunni. Um þá drauma er eg hér að ræða. Um þá drauma segi eg það hiklaust, að því tilkomumeiri, þvi fegurri sem þær myndir eru, er þeir bregða upp fyrir oss, því göfugra, innihaldsríkara og nýtara verður líf vort. Yér dáumst að nútíðinni, að öllum hennar tröllauknu afrekum á andlegum og verklegum sviðum. Hins minn- umst vér of sjaldan, að þau eiga öll kyn sitt að rekja til draumlanda mannkynsins. Þar hefir þeim fyrst skotið úr ægi óborinna hugsjóna, fyrir andans sýn djúpsærra spekinga, töfrað þá og laðað með ómótstæðilegu afli til að brjótast þangað um óravegu, nýrra rannsókna, nýrra uppgötvana. Þeir hafa varið öllu sínu lífi, oft löngu og erfiðu, til þess að vinna í hlut komandi kynslóða kjör- gripina, er þar bar fyrir augu þeirra. Og þeim hefir tekist það. Vér sem nú njótum þæginda og hagsmuna menning- arinnar, vér byggjum i landnáminu þeirra. Ef vér lítum til einhverrar þjóðar, verða þar jafnan fyrir i fararbroddi, menn, sem bera höfuð og herðar yfir hina, lyfta merki hennar svo hátt að alheimur fær séð og skrá nafn hennar óafmáanlega á spjöld sögunnar og í minni manna. Að baki þeirra er svo allur fjöldinn, allir meðalmennirnir. Þá þekkjum vér að eins af hinum. Margvíslegt er það sem menn þessir hafa til síns ágætis haft. Nokkrir þeirra gerðu myndir, svo fagrar, úr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.