Skírnir - 01.01.1914, Síða 74
74
Utsýn.
Og drauma vinanna hefir mannkynið verið að dreyma
frá alda öðli og dreymir þá enn. Hver einstaklingur
þess á sitt óskaland, mismunandi að fégurð, að lögun og
að útliti og i mismunandi fjarlægð. Og sé einhver sá, er
ekkert slikt óðal hefir eignast, er hann öllum snauðari,
á ekkert, alls ekkert.
»Slíkt nær engri átt«, virðist mér einhver segja.
»Draumar eru fánýtir órar, staðlaus reykur«.
Sú staðhæfing má gjarnan, fyrir mér, eiga við það,
sem fyrir sál vora ber þegar meðvitundin hefir slept af
henni tökum, þegar vér sofum. En — oss dreymir líka,
og á að dreyma, í vökunni. Um þá drauma er eg hér
að ræða. Um þá drauma segi eg það hiklaust, að því
tilkomumeiri, þvi fegurri sem þær myndir eru, er þeir
bregða upp fyrir oss, því göfugra, innihaldsríkara og nýtara
verður líf vort.
Yér dáumst að nútíðinni, að öllum hennar tröllauknu
afrekum á andlegum og verklegum sviðum. Hins minn-
umst vér of sjaldan, að þau eiga öll kyn sitt að rekja til
draumlanda mannkynsins. Þar hefir þeim fyrst skotið
úr ægi óborinna hugsjóna, fyrir andans sýn djúpsærra
spekinga, töfrað þá og laðað með ómótstæðilegu afli til
að brjótast þangað um óravegu, nýrra rannsókna, nýrra
uppgötvana. Þeir hafa varið öllu sínu lífi, oft löngu og
erfiðu, til þess að vinna í hlut komandi kynslóða kjör-
gripina, er þar bar fyrir augu þeirra.
Og þeim hefir tekist það.
Vér sem nú njótum þæginda og hagsmuna menning-
arinnar, vér byggjum i landnáminu þeirra.
Ef vér lítum til einhverrar þjóðar, verða þar jafnan
fyrir i fararbroddi, menn, sem bera höfuð og herðar yfir
hina, lyfta merki hennar svo hátt að alheimur fær séð og
skrá nafn hennar óafmáanlega á spjöld sögunnar og í
minni manna. Að baki þeirra er svo allur fjöldinn, allir
meðalmennirnir. Þá þekkjum vér að eins af hinum.
Margvíslegt er það sem menn þessir hafa til síns
ágætis haft. Nokkrir þeirra gerðu myndir, svo fagrar, úr