Skírnir - 01.01.1914, Side 77
77
Útsýn.
hrakninga. En þetta er ekkert sérstakt fyrir þann tíma
eða þá menn. Þeim fer jafnan svo, er það áhald vantar.
Vér leggjum úr höfn i blíðviðri, ekki einskipa, heldur
heill floti. Snekkjan okkar rennur í kjölfari glæsilegs
knarrar, sem stefnunni ræður. Alt gengur ákjósanlega og
áhyggjulaust, meðan leiðið helzt og dagurinn endist.
Svo skellur myrkrið á.
Knörrinn er horflnn sýnum og kjölfarið, sem vér
hugðumst að þræða, máð út með öllu. Byrinn er orðinn
að ofviðri og brimgnýrinn frá skerjunum umhverfls, full-
vissar um það eitt, að vér erum i hættu, dauðans hættu.
Skelfíngin læsir sig um hugi vora. Vér höfum treyst
forustu skipanna, sem á undan voru, án frekari íhugunar.
Kú verður oss það á svipstundu ljóst, hvílík fásinna slíkt
hafl verið, hvílíkt óbætanlegt tjón, að hafa ekki leiðar-
stein innanborðs sjálflr. Og oss finst stormhvinurinn verða
að líksöng og brimfallið að klukknahljóm.
Skyndilega bregður upp skæru leiftri framundan. Vér
sjáum það aftur og aftur, alt af öðru hvoru. Það er viti.
Vér erum ekki lengur ráðþrota leiksoppar í höndum hafs-
ins og myrkursins. Vitum hvar vér erum og hvert vér
ætlum. Leggjum til orustu við þessi geigvænlegu öfl og
sigrum eða — ef vér föllum — þá við sæmd.
Tilheyrendur góðir!
Eg býst ekki við að þér hafið nokkurutíma verið á
slíku ferðagi, nokkurntíma átt í höggi við náttmyrkrið,
ofviðrið og ósjóinn i þess eiginlegu mynd. En hitt veit
eg, þótt engin spámaður sé, að þér annaðtveggja hafið eða
munuð rekast á alt þetta í mannlífinu, í lífi ykkar sjálfra.
Þegar bernskuheimkynnið, foreldrahúsin, höfnin, sem allir
leggja úr út í lífið, er horfln. Þegar handleiðsla vanda-
mannanna — sem einfeldni bernskunnar taldi jafnvissa
til grafarinnar og úr vöggunni — er líka fjarri. Þegar
vandræðum valdandi atvik flykkjast að úr öllum áttum,
eins og magnþrungnar öldur. Þegar stormtryltar tilflnn-
ingar berjast um völd hugans, en yfir öllu grúfir myrkur
vafans og efasemdanna um, hvað rétt sé og gert skuli.