Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 79
79'
Útsýn.
átti sér hásæti það er Hliðskjálf hét. Þaðan sá um heim
allan. Slíkt öndvegi, slika sjónarhæð á mannkynið alt
þann dag í dag — bókmentirnar.
En snúum okkur nú að þeirri sjónarhæðinni, sem
næst liggur og mestu máli skiftir að vér náum og að
þeim vitum, sem þaðan bera bjartast við himin, — að
íslenskum bókmentum og íslenskum afburðamönnum.
Yér setjumst þá í þessa sameiginlegu þjóðarhliðskjálf.
Hvað ber íyrir augu?
Tvent er það, sem hlýtur öðru fremur að draga að sér
athygli vora — tungan og sagan. Einkum þó ef vér þekkjum
og skiljum þau sannindi, að þetta hvorutveggja eru þeir
þættirnir, sem fastast tengja saman þjóðarheildina og
helzt hljóta, ef nokkuð annars megnar það, að vekja
ættjarðarást hennar og samúðarþel.
Hitt verður þá og jafnljóst öllum heilskygnum mönn-
um, að eins dýrmæt tignarmerki og þessir hlutir mega
verða þeim, er meta kunna og með að fara, eins glögg
brennimörk ættleraskapar og afturfarar hljóta þau að
verða hverjum þeim, sem treður á sæmd feðranna og af-
skræmir svo tunguna í daglegum meðförum, að naumast
verður þekkjanleg.
Þessi lærdómur er oss nauðsynlegur. Vér lögum
aldrei galla, sem vér þekkjum ekki, bætum aldrei neitt,
sem vér hyggjum heilt.
Vér snúum oss þá að tungunni. Skygnumst svo langt
aftur, sem vér getum. Sjáum hana í öndverðu, þegar
hún nam fyrst land hér norður frá, og vér fyllumst að-
dáunar. Vér lítum nær. Aðalsbragurinn máist, drotning-
arskrúðinn verður ambáttartötrar stagbættir. Bæturnar
eru sín úr hverri áttinni, sín með hverjum lit og sín með
hverju lagi. En einkennilegast er, að allar hafa þær
verið settar i fatið heilt; settar til skrauts. Og þjóðin er
ánægð, hjartanlega ánægð með þetta skrípi. Manni dett-
ur ósjálfrátt í hug ísrael og gullkálfurinn.
Myrkur fávizku og mannrænuskorts skyggir fyrir
alla útsýn.