Skírnir - 01.01.1914, Síða 82
82
Utsýn.
hangandi heild, óð eða sögu og fá oss í hendur. Og nú
sjáum vér og skiljum þetta alt út í yztu æsar á auga-
bragði og oss finst jafnvel að vér hafa skilið það og séð
fyrir lifandi löngu. En svo er þó ekki. Eftirtekt skáld-
anna er skarpari, skilningur þeirra dýpri og tök þeirra á
hugsununum fastari en vor. Þess vegna sjáum vér alt
gleggra í sjónargleri þeirra en í veruleikanum.
En skáldin hafa meira fram yfir oss en þetta. Þau
hafa skapandi kraft, sem vér eigum ekki til. Þau sjá
ekki að eins heiminn eins og hann er, betur en vér, held-
ur líka eins og hann á að vera og gæti orðið.
Vér köllum það sem fyrir augu skáldanna ber hug-
sjónir, og þegar þau greipa þær í orð bundins eða óbund-
ins máls og bregða þeim upp fyrir augu vor, köllum vér
þær hugmyndir.
Hér er eg komínn að því, sem eg vildi í stuttu máli
um skáldin segja, en það er þetta:
Hugsjónir skáldanna eru töfrasproti. Þær vekja til
ljósrar meðvitundar þau öfl, er i sálum vorum leynast,
knýja oss til fylgdar sér eða andróðurs, eftir því hvernig
oss gezt að þeim. Gera oss það, sem vér um fram alt
þurfum að verða, hugsandi menn.
Ef vér höfum notið þess útsýnis úr hliðskjálf bók-
menta vorra, að oss hafi skilist gildi þeirra fjársjóða, er
feðurnir fengu oss til varðveizlu; ef vér höfum heillast af
framtíðardraumum skálda vorra að fornu og nýju, þá er
aldrei svo lítið í oss spunnið, að vér getum orðið ávaxta-
laus fúasprek á þjóðlífsmeiðnum. Líf vort fær þá ekki
orðið neitt ráðlaust fálm. Vér eigum þá sjálf draum, sem
vér berjumst fyrir að rætist. Draumaland, sem vér kepp-
um eftir að ná. Það land verður samruni úr sýn vin-
anna, sem eg mintist á. En — oss má um fram alt ekki
fara eins og þeim, ekki greina á um útlit þess, svo að
missætti verði. Fyrir oss öllum verður það að birtast,
vafið laufþöktum skógi, prýtt ökrum og engjum undir
bergkrýndum, gnæfandi tindum, með útsýni miklu og fríðu.